Javier og Ásdís á HM í latin dönsum

Javier Fernandez Valino og Ásdís Ósk Finnsdóttir danspar úr Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar tóku þátt í Heimsmeistaramóti í latin dönsum sem var haldið 6. október 2018 í borginni Ostrava í Tékklandi. Um 90 pör hófu keppnina og enduðu þau í 78. – 88. sæti af bestu pörum í heiminum. Afreksmannasjóður ÍBH veitti þeim afreksstyrki til þátttöku á mótinu að upphæð kr. 70.000 hvoru. Myndin með fréttinni er af parinu á mótinu.