FH í tvær umferðir í EHF bikarkeppninni

Meistaraflokkur karla í handknattleik hjá Fimleikafélagi Hafnarfjarðar lék fyrsta leikinn í EHF bikarnum í Zagreb við króatíska liðið Dubrava 1. september sl. FH vann leikinn 33:29. Birgir Már Birgisson og Einar Rafn Eiðsson skoruðu sjö mörk hvor fyrir FH, Bjarni Ófeigur Valdimarsson og Ágúst Birgisson voru með fimm mörk hvor. Seinni leikur liðanna fór fram í Kaplakrika 8. september sl. og endaði hann 30:32 fyrir Dubrava. Birgir Örn Birgisson skoraði níu mörk fyrir FH og Arnar Freyr Ársælsson gerði sjö.

 

Í annari umferð mætti FH Benfica frá Lissabon í Portúgal. Fyrri leik liðanna lauk laugardaginn 13. október sl. í Lissabon með sigri Benfica 37:32. Seinni leikurinn fór fram sunnudaginn 14. október sl. einnig í Lissabon og lauk honum með sigri Benfica 34:31, Benfica sigraði samanlagt með átta mörkum. Ásbjörn Friðriksson skoraði 10 mörk í leiknum á laugardaginn og Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði átta mörk á sunnudaginn. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti liðið til þátttöku í verkefninu um kr. 800.000 á hvora umferð, samanlagt kr. 1.600.000. Myndirnar eru af liðinu á keppnisstöðunum.