Dominiqua Alma og Margrét Lea á HM í áhaldafimleikum

Fimleikakonurnar úr Fimleikafélaginu Björk Dominiqua Alma Belanyi og Margrét Lea Kristinsdóttir tóku þátt í Heimsmeistaramótinu í áhaldafimleikum sem fór fram í Doha í Katar 27. október sl. Margrét Lea var best af íslensku keppendunum í gólfæfingum fékk 11.866 stig og varð í 59. sæti og varð 79. sæti á jafnvægisslá. Dominiqua Alma varð í 100. sæti á tvíslá. Í liðakeppni varð Ísland í 19. sæti með samanlagt 137.629 stig. Afreksmannasjóður ÍBH veitti þeim styrk til þátttöku í verkefninu að upphæð kr. 70.000 hvor. Myndin með fréttinni er af íslenska liðinu í Doha, fyrsta frá vinstri er Margrét Lea og önnur frá vinstri er Dominiqua Alma.