Henning Darri og Rúnar á EM landsliða í golfi
Kylfingarnir Henning Darri Þórðarson og Rúnar Arnórsson úr Golfklúbbnum Keili tóku þátt í Evrópumeistaramóti áhugamanna í golfi 8. – 14. júlí sl. á velli Golf Club Bad Saarow rétt við Berlín í Þýskalandi. Henning Darri og Rúnar gerðu jafntefli í sínum leikjum. Íslenska liðið keppti við Tékkaland um 11. – 12. sæti og hafði betur 3/2 og varð í 11. sæti á mótinu. Afreksmannasjóður ÍBH styrkt þá um kr. 70.000 hvort til þátttöku í verkefninu. Myndin er af Rúnari og Henning Darra.