Anna Sólveig og Helga Kristín á EM landsliða í golfi

 

 

Kylfingarnir Anna Sólveig Snorradóttir og Helga Kristín Einarsdóttir tóku þátt í Evrópumeistaramóti áhugamanna landsliða í golfi dagana 10. – 15. júlí sl. á Murhof vellinum í Austurríki. Íslenska liðið endaði í 19. sæti á mótinu. Ísland mætti Slóveníu og Tyrklandi í keppni um sæti 17 – 19 á mótinu. Ísland gerði jafntefli gegn Tyrklandi en tapaði gegn Slóvenínu 5/0. Ísland – Slóvenía, Anna Sólveig tapaði 1/0, Helga Kristín tapaði 5/3. Ísland – Tyrkland, Anna Sólveig tapaði 2/0, Helga Kristín vann 2/1. Björgvin Sigurbergsson var ráðgjafi/fyrirliði í ferðinni. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti þær til þátttöku í verkefninu um kr. 70.000 hvora. Efri myndin er af Önnu Sólveigu og neðri af Helgu Kristínu.