Helga Kristín á HM landsliða í golfi

Helga Kristín Einarsdóttir kylfingur Golfklúbbnum Keili tók þátt í heimsmeistaramóti áhugamanna landsliða í golfi sem fór fram dagana 27. ágúst til 1. september 2018 á Montgomerie vellinum á Írlandi. Liðið endaði í 39. sæti á mótinu á samtals 23 höggum yfir pari. Helga Kristín lék best af íslensku konunum, endaði mótið 13 höggum yfir pari sem skilaði henni í 92. sætið á mótinu. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti hana til þátttöku í mótinu að upphæð kr. 70.000. Myndin með fréttinni er af Helgu Kristínu.