Góð þátttaka frá félögum ÍBH á Unglingalandsmóti UMFÍ á Sauðárkróki
17. Unglingalandsmót UMFÍ 2014 var haldið um verslunarmannahelgina á Sauðárkróki. Mótið var sett föstudaginn 1. ágúst formlega að viðstöddu fjölmenni. Keppendur voru yfir 1500 á aldrinum 11 – 18 ára. Um 10 þúsund gestir sóttu mótið um helgina. Unglingalandsliðskonur í körfuknattleik frá Tindastóli þær Bríet Lilja Sigurðardóttir og Þórdís Róbertsdóttir tendruðu landsmótseldinn. Keppt var í 17 keppnisgreinum á mótinu og hafa þær aldrei verið jafn margar. Þetta er í þriðja skiptið sem mótið er haldið á Sauðárkróki og hefur sveitarfélagið byggt upp góða aðstöðu fyrir mótahaldið. Helga Guðrún Guðjónsdóttir formaður UMFÍ kom m.a. inn á forvarnargildi Unglingalandsmótanna í setningarræðu sinni og að árangur í íþróttum væri ekki eingöngu mældur í afrekum heldur einnig í þátttökunni sem felur í sér samveru, heilsueflingu og skemmtilegan félagsskap. Mikil þátttaka undanfarin Unglingalandsmót væri mælikvarði um að vel hafi tekist til. Ungmennafélagshreyfingin, keppendur, foreldrar, stjórn og styrktaraðilar geta fagnað og verið stolt af því að hafa þróað þetta verkefni saman. 79 keppendur úr aðildarfélögum ÍBH skráðu sig til leiks og voru margir þátttakendur í fleiri en einni grein en fjöldi í greinum var eftirfarandi: frjálsar íþróttir 46, sund 7, glíma 7, skák 4, bogfimi 2, starfsíþróttir upplestur 2, starfsíþróttir stafsetning 2, siglingar 1 og mótocross 1. Eftirtalin lið voru einnig skráð til leiks, tölvuleikur FIFA 14 5 lið, knattspyrna strákar 15-16 ára, knattspyrna stelpur 11-12 ára, knattspyrna strákar 11-12 ára, knattspyrna strákar 13-14 ára, strandblak strákar 13-15 ára, strandblak stelpur 13-15 ára, strandblak strákar 16-18 ára, strandblak stelpur 16-18 ára, körfubolti stelpur 13-14 ára, körfubolti strákar 15-16 ára og körfubolti stelpur 15-16 ára. Sigurvegarar í frjálsum íþróttum í flokki 15 ára stúlkna urðu Guðbjörg Bjarkadóttir í 100m hlaupi á tímanum 12,74 sek, í 80m grindahlaupi á tímanum 12,45 sek og í 4x100m boðhlaupi. Hilda Steinunn Egilsdóttir í 4x100m boðhlaupi. Í flokki 14 ára stúlkna Þórdís Eva Steinsdóttir í 100m hlaupi á tímanum 12,80 sek, í 80m grindahlaupi á tímanum 12,69 sek, í 800m hlaupi á tímanum 2:22,32 mín, í langstökki stökk 5,08m, í hástökki stökk 1,60m og í 4x100m boðhlaupi. Gréta Örk Ingadóttir, Mist Tinganelli og Svala Sverrisdóttir sigruðu einnig í 4x100m boðhlaupi. Í flokki 16-17 ára drengja Arnaldur Þór Guðmundsson í 800m hlaupi á tímanum 2:04,26 mín. Í flokki 14 ára pilta Daníel Ingi Egilsson í spjótkasti kastaði 39,14m. Hinrik Snær Steinsson í 4x100m boðhlaupi. Í knattspyrnu hjá 13 – 14 ára piltum sigraði liðið Stubbarnir, Aron Freyr Marelsson, Þórir Jóhann Helgason, Óskar Aron Ólafsson, Sindri Másson, Bergur Ingi Ólafsson, Dagur Dan Þórhallsson og Magnús Stefánsson. Í sundi í flokki 13-14 ára stúlkna sigraði Katarína Róbertsdóttir í 50m skriðsundi á tímanum 29,56 sek, í 100m bringusundi á tímanum 1:25,37 mín, í 50m baksundi á tímanum 35,14 sek, í 50m flugsundi á tímanum 33,19 sek, í 50m bringusundi á tímanum 40,12 sek og í 100m fjórsundi á tímanum 1:15,56 mín. Harpa Ingþórsdóttir sigraði í 100m skriðsundi á tímanum 1:05,21 mín. Í flokki 15 – 18 ára stúlkna sigraði Ásdís B. Guðnadóttir í 50m skriðsundi á tímanum 29,76 sek, í 100m bringusundi á tímanum 1:29,13 mín, í 50m baksundi á tímanum 34,55 sek, í 100m skriðsundi á tímanum 1:06,13 mín, í 50m flugsundi á tímanum 33,59 sek, í 50m bringusundi á tímanum 41,38 sek og í 100m fjórsundi á tímanum 1:16,91 mín. Í flokki 15 – 18 ára pilta sigraði Arnór Stefánsson í 50m skriðsundi á tímanum 26,99 sek, í 100m bringusundi á tímanum 1:15,58 mín, í 100m skriðsundi á tímanum 59,35 sek og í 50m bringusundi á tímanum 34,94 sek. Fjöldi einstaklinga úr aðildarfélögum ÍBH vann einnig til silfur- og bronsverðlauna. Næsta Unglingalandsmót verður um verslunarmannahelgi 2015 í Borgarnesi og hvetur ÍBH sem flesta til að mæta og taka þátt í því.