Keilir á EM félagsliða
Karlalið Golfklúbbsins Keilis tók þátt í Evrópumóti félagsliða í golfi sem fór fram á Golf du Medoc golfvellinum í Frakklandi dagana 25. – 27. október 2018. Fyrir hönd klúbbsins spiluðu þeir Benedikt Sveinsson, Helgi Snær Björgvinsson og Henning Darri Þórðarson. Karl Ómar Karlsson var þjálfari og liðsstjóri í ferðinni. Bestur í liðinu var Benedikt í 38. sæti í einstaklingskeppninni á 12 höggum yfir pari í heildina. Henning Darri endaði í 51. sæti, 17 höggum yfir pari og Helgi Snær endaði í 53. sæti. Tvö bestu skor liðsins töldu alla daga og var Keilir samtals á 25 höggum yfir pari í mótinu. Liðið endaði í 19. sæti af 26. Heimamenn í RCF – La Boulie golfklúbbnum unnu mótið á 14 höggum undir pari. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti Keili til þátttöku í mótinu að upphæð kr. 240.000. Myndin með fréttinni er af keppendum og þjálfara Keilis.