Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðar 2018

 

Íþróttahúsinu við Strandgötu fimmtudaginn 27. desember 2018 kl. 18.00.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar og íþrótta- og tómstundanefnd standa fyrir afhendingu viðurkenninga til íþróttamanna sem keppa með hafnfirskum liðum, Íslandsmeistara, hópa bikarmeistara, Norðurlandameistara, heimsmeistara og sérstakra afreka, ásamt vali á íþróttakonu, íþróttakarli og íþróttaliði Hafnarfjarðar á árinu 2018.

 

 

Dagskrá hátíðarinnar:

Úthlutun styrkja vegna íþróttastarfs yngri en 18 ára.

Viðurkenningar til þeirra sem urðu Íslandsmeistarar 2018.

Viðurkeningar til þeirra sem urðu bikarmeistarar 2018 (fyrirliðar/liðsstjórar taka á móti).

Viðurkenningar vegna Norðurlandameistara, heimsmeistara og annarra alþjóðlegra titla á árinu 2018.

Afhending ÍSÍ bikars.

Viðurkenning til „Íþróttaliðs ársins“ 2018.

Afhending viðurkenningarstyrkja til íþróttafélaga.

Viðurkenningar til þeirra hafnfirsku íþróttamanna sem skara fram úr og eru hvetjandi fyrir ástundun íþrótta.

Lýst kjöri „Íþróttakonu og íþróttakarls Hafnarfjarðar“ 2018.

Veitingar.