Styrkur til ritunar meistaraprófsritgerðar
Um langt árabil hafa Rio Tinto á Íslandi og Hafnarfjarðarbær veitt styrki til eflingar íþróttastarfs yngri iðkenda íþróttafélaga í Hafnarfirði. Árið 2018 nam upphæðin samtals 20 milljónum króna sem Íþróttabandalag Hafnarfjarðar úthlutar. Við úthlutun styrkja er horft til fjölda iðkenda en einnig eru sérstakir hvatar fyrir hendi sem hvetja félögin til að efla menntun leiðbeinenda og stuðla að kynjajafnrétti.
Rio Tinto, Íþróttabandalag Hafnarfjarðar og Hafnarfjarðabær hafa áhuga á að láta rannsaka hver áhrif þessara styrkja og hvort innbyggðir hvatar samningsins séu að skila tilætluðum árangri.
Af hálfu styrkveitenda er ekki gerð sérstök krafa um tiltekna námsgrein sem ritgerðin er unnin í, en greinar eins og félagsfræði, heilsuhagfræði, íþróttafræði, lýðheilsufræði ættu að henta vel.
Styrkurinn er veittur til einstaklinga sem vinna að lokaverkefni til meistaranáms, að lágmarki 30ETCS einingar við íslenskan eða erlendan háskóla.
Styrkurinn nemur 500.000 krónum.
Finna má auglýsinguna um styrkinn hér ásamt nánari upplýsingum.