Bætt við Fös, 04/05/2019 - 10:11
Nú styttist í að vinnustaðakeppnin Hjólað í vinnuna 2019 hefjist í sautjánda sinn en að þessu sinni fer keppnin fram frá 8. - 28. maí.
Opnað verður fyrir skráningu þann 24. apríl og við hvetjum alla til að skrá sig strax til leiks.
Bætt við Fim, 04/04/2019 - 12:02
Ágætu sambandsaðilar,
Framkvæmdastjórn Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands hefur samþykkt hegðunarviðmið sem hafa verið í endurskoðun hjá Þróunar- og fræðslusviði ÍSÍ. Hegðunarviðmiðin eru stuðningsskjal við siðareglur ÍSÍ, til leiðbeiningar fyrir alla aðila innan íþróttahreyfingarinnar.
Hegðunarviðmiðin eru fjórskipt;
Bætt við Fim, 01/31/2019 - 13:17
Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta. Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir ættu að stunda miðlugserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega.
Lífshlaupið skiptist í fjóra keppnisflokka:
Bætt við Þri, 01/29/2019 - 10:35
Vekjum athygli á drögum að verklagsreglum vegna Óháðs fagráðs í Hafnarfirði, má lesa nánar hér. Ráðið ætlar síðan að þróa verklagsreglurnar nánar í ljósi reynslunnar. Nánari upplýsingar má einnig sjá á heimasíðu ÍBH undir viðbragðsteymi ÍBH, efst á síðunni.
Bætt við Mán, 01/28/2019 - 15:52
Valdimar Hjalti Erlendsson frjálsíþróttamaður úr Fimleikafélagi Hafnarfjarðar tók þátt í Evrópumeistaramóti U-18 í Györ í Ungverjalandi dagana 5. – 8. júlí 2018. Valdimar Hjalti keppti í kringlukasti með 1.5 kg kringlu og kastaði 52.12 m sem var hans besti árangur á árinu og varð hann í 11. sæti á mótinu. Dagana 11. – 16. október 2018 keppti hann á Ólympíuleikum ungmenna U-18 í Buenos Aires í Argentínu í kringlukasti með 1.5 kg kringlu og kastaði henni 57.46 m, varð í 6.
Bætt við Mán, 01/28/2019 - 14:32
Heimsmeistaramót í sundi á 25m braut fór fram dagana 11. – 16. desember 2018 í Hangzhou í Kína. Sundfólkið Anton Sveinn McKee, Dadó Fenrir Jasmínuson og Ingibjörg Kristín Jónsdóttir úr Sundfélagi Hafnarfjarðar tóku þátt í mótinu og náðu ágætum árangri. Anton keppti í þremur greinum á mótinu,100m bringusundi 16. sæti á tímanum 57.94 sek., 200m bringusundi 10. sæti á tímanum 2.04.37 mín. sem er Íslandsmet og 50m bringusundi 21. sæti á tímanum 26.74 sek. sem er Íslandsmet.
Bætt við Mán, 01/28/2019 - 13:56
Mótið fór fram á Gleneagles í Skotlandi dagana 8. – 12. ágúst 2018. Ísland varð í 2. sæti á Meistaramóti Evrópu í karlaflokki, liðið mynduðu þeir Birgir Leifur Hafþórsson GKG og Axel Bóasson GK. Þeir töpuðu úrslitaleik á 18. holu fyrir Spánverjum og unnu silfurverðlaun á mótinu.
Bætt við Mið, 01/16/2019 - 09:42
Þriðjudaginn 15. janúar sl. voru tveir samningar milli Hafnarfjarðarbæjar og Íþróttabandalags Hafnarfjarðar undirritaðir. ÍBH er regnhlífasamtök allra íþróttafélaga í Hafnarfirði með milli 15-16 þúsund iðkendur og er því stærsta fjöldahreyfing í Hafnarfirði og öflugur vettvangur fyrir íþróttaiðkun, uppeldi og heilsueflingu.
Þjónustusamningur
Bætt við Fim, 01/10/2019 - 08:32
Um langt árabil hafa Rio Tinto á Íslandi og Hafnarfjarðarbær veitt styrki til eflingar íþróttastarfs yngri iðkenda íþróttafélaga í Hafnarfirði. Árið 2018 nam upphæðin samtals 20 milljónum króna sem Íþróttabandalag Hafnarfjarðar úthlutar. Við úthlutun styrkja er horft til fjölda iðkenda en einnig eru sérstakir hvatar fyrir hendi sem hvetja félögin til að efla menntun leiðbeinenda og stuðla að kynjajafnrétti.
Bætt við Fim, 12/27/2018 - 20:14
Fimmtudaginn 27. desember 2018 fór fram hin árlega Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Axel Bóasson kylfingur úr Golfklúbbnum Keili var kjörinn Íþróttakarl Hafnarfjarðar og Sara Rós Jakobsdóttir dansari úr Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar var kjörin Íþróttakona Hafnarfjarðar.
474 Íslandsmeistarar voru heiðraðir af bæjarstjórn Hafnarfjarðar.