Bætt við Þri, 06/11/2019 - 12:08
Þinggerð 51. þings ÍBH 2019 má lesa hér.
Bætt við Mið, 06/05/2019 - 11:15
Úthlutun íþróttastyrkja fyrir yngri en 18 ára iðkendur aðildarfélaga ÍBH fór fram þriðjudaginn 4. júní sl. samkvæmt samningi milli Íþróttabandalagsins í Hafnarfirði (ÍBH), Rio Tinto og Hafnarfjarðarbæjar. Athöfn fór fram í höfuðstöðvum Rio Tinto á Íslandi í Straumsvík þar sem fulltrúar félaganna tóku á móti styrkjunum. Myndirnar eru frá athöfninni. Samningur hefur verið í gildi frá árinu 2001 á milli Íþróttabandalagsins í Hafnarfirði, Rio Tinto og Hafnarfjarðarbæjar.
Bætt við Þri, 05/28/2019 - 12:31
Bætt við Fös, 05/17/2019 - 10:21
Sumarfjarnám 1. og 2. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst þriðjudaginn 18. júní nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. stigi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni.
Bætt við Þri, 05/07/2019 - 09:56
Verður haldið laugardaginn 11. maí nk. Þingið er haldið í Hásölum safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju og hefst kl. 9.00. Áætluð lok eru kl. 15.00. Allar upplýsingar um þingið eru efst á heimasíðunni. Að loknu þingi kl. 15.15 er móttaka bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í Hafnarborg fyrir þingfulltrúa.
Bætt við Mán, 05/06/2019 - 09:37
Við minnum á að nú styttist í að vinnustaðakeppnin Hjólað í vinnuna 2019 hefjist í sautjánda sinn en að þessu sinni fer keppnin fram frá 8. - 28. maí.
Opnað hefur verið fyrir skráningar og við hvetjum alla til að skrá sig strax til leiks.
Meginmarkmið Hjólað í vinnuna er eins og ávalt að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, hagkvæmum og umhverfisvænum samgöngumáta.
Bætt við Fös, 04/05/2019 - 10:11
Nú styttist í að vinnustaðakeppnin Hjólað í vinnuna 2019 hefjist í sautjánda sinn en að þessu sinni fer keppnin fram frá 8. - 28. maí.
Opnað verður fyrir skráningu þann 24. apríl og við hvetjum alla til að skrá sig strax til leiks.
Bætt við Fim, 04/04/2019 - 12:02
Ágætu sambandsaðilar,
Framkvæmdastjórn Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands hefur samþykkt hegðunarviðmið sem hafa verið í endurskoðun hjá Þróunar- og fræðslusviði ÍSÍ. Hegðunarviðmiðin eru stuðningsskjal við siðareglur ÍSÍ, til leiðbeiningar fyrir alla aðila innan íþróttahreyfingarinnar.
Hegðunarviðmiðin eru fjórskipt;
Bætt við Fim, 01/31/2019 - 13:17
Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta. Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir ættu að stunda miðlugserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega.
Lífshlaupið skiptist í fjóra keppnisflokka:
Bætt við Þri, 01/29/2019 - 10:35
Vekjum athygli á drögum að verklagsreglum vegna Óháðs fagráðs í Hafnarfirði, má lesa nánar hér. Ráðið ætlar síðan að þróa verklagsreglurnar nánar í ljósi reynslunnar. Nánari upplýsingar má einnig sjá á heimasíðu ÍBH undir viðbragðsteymi ÍBH, efst á síðunni.