Bætt við Fös, 12/18/2020 - 13:30
Íþróttabandalag Hafnarfjarðar óskar Hafnfirðingum og landsmönnum öllum gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á komandi ári. Öllu íþróttafólki, starfsmönnum og sjálfboðaliðum í íþróttahreyfingunni er þökkuð samvinnan á árinu sem er að líða.
Bætt við Fös, 12/11/2020 - 09:12
Íþróttahreyfingin fagnar þeim tilslökunum sem gerðar eru í nýrri reglugerð um íþróttastarf en lýsir þungum áhyggjum af unglingunum á framhaldsskólaaldri. Þessi hópur virðist hafa gleymst þegar kemur að útfærslu á takmörkunum hverju sinni.
Raddir unga fólksins okkar eru því miður of fáar og þegar við getum ekki hvatt þau til íþróttaiðkunar í jafn langan tíma og raun ber vitni þá höfum við miklar áhyggjur af brottfalli þeirra sem myndi auka líkur á frávikshegðun með tilheyrandi vandamálum.
Bætt við Fim, 12/03/2020 - 10:19
Sjá nánar undir eftirfarandi tengli Fjarðarfrétta,
Íþróttabandalagið í Hafnarfirði óskar þeim Heiðu Karen og Vikari innilega til hamingju með titlana
Bætt við Fös, 11/20/2020 - 10:29
Opnað hefur verið fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum þar sem markmiðið er að jafna tækifæri þeirra til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Styrkirnir koma til viðbótar hefðbundnum íþrótta- og tómstundastyrkjum sveitarfélaga.
Bætt við Þri, 10/20/2020 - 10:01
Til upplýsinga, almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins var að senda frá sér fréttatilkynningu. Í tilkynningunni kemur fram að öll íþróttamannvirki og sundlaugar á vegum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu séu lokuð. Ákvörðunin verður endurskoðuð að viku liðinni.
Fréttatilkynninguna má sjá í heild sinni hér.
Bætt við Fim, 08/13/2020 - 14:46
Verkefnið Göngum í skólann verður sett 2. september nk. og lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum 7. október nk. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Sjá nánar hér. Heimasíða verkefnisins er www.gongumiskolann.is.
Bætt við Þri, 06/09/2020 - 17:40
Þriðjudaginn 9. júní sl. fór fram úthlutun íþróttastyrkja fyrir yngri en 18 ára iðkendur aðildarfélaga ÍBH samkvæmt samningi milli Íþróttabandalagsins í Hafnarfirði (ÍBH), Rio Tinto og Hafnarfjarðarbæjar.
Bætt við Mið, 05/27/2020 - 10:05
Samkvæmt samningi mennta- og menningarráðherra við ÍSÍ er framlag ríkisins 450 milljónir króna til íþróttahreyfingarinnar í fyrsta lið í aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að bæta það tjón sem einingar innan hennar urðu fyrir.
Verður þeim fjármunum ráðstafað með tveimur mismunandi aðferðum:
Bætt við Þri, 04/28/2020 - 11:24
Stofnfundur Íþróttabandalags Hafnarfjarðar (ÍBH) var haldinn 28. apríl 1945 að tilhlutan Íþróttaráðs Hafnarfjarðar, Fimleikafélags Hafnarfjarðar, Knattspyrnufélagsins Hauka og Skíða- og skautafélags Hafnarfjarðar. Þessi þrjú íþróttafélög teljast því stofnendur Íþróttabandalags Hafnarfjarðar. Tvö þeirra hafa eflst og vaxið eins og kunnugt er, en starfsemi Skíða- og skautafélagsins lagðist niður eftir 1960.
Bætt við Mán, 03/23/2020 - 10:35
Starfsskýrslu 2019 úr Felixkerfi ÍSÍ má lesa hér. Skýrslan inniheldur lykilupplýsingar úr ársreikningum aðildarfélaga ÍBH og upplýsingar um iðkanir í aðildarfélögum ÍBH, iðkanir aðildarfélaga ÍBH undir sérsamböndum ÍSÍ og félagsmenn í aðildarfélögum ÍBH.