Bætt við Mán, 12/30/2019 - 11:53
Styrktarsamningur fyrir yngri en 18 ára iðkendur aðildarfélaga ÍBH var endurnýjaður þann 27. desember 2019 til eins árs. Um er að ræða samning milli ÍBH, Rio Tinto á Íslandi og Hafnarfjarðarbæjar um að efla gæði í starfi íþróttafélaga í Hafnarfirði. Í samningnum eru m.a. hvatar um reglulega ástundun iðkenda, eflingu menntunar þjálfara, eflingu námskrárgerðar íþróttafélaga / íþróttadeilda og jafnréttishvati.
Bætt við Mán, 12/30/2019 - 11:28
Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hefur unnið að því að uppfylla þau gæðaviðmið sem Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands setur fyrir íþróttahéruð / íþróttabandalög. Gæðaviðmiðin eru m.a. fólgin í því að það séu til stefnur og verkferlar um allt starf samtakanna, auk þess sem fjármál og rekstur samtakanna þurfa að vera í lagi. ÍBH er sjötta íþróttahéraðið / íþróttabandalagið af tuttugu og fimm til þess að ávinna sér nafnbótina Fyrirmyndarhérað ÍSÍ og gildir hún í fjögur ár.
Bætt við Mán, 12/30/2019 - 11:24
Badmintonfélag Hafnarfjarðar hlýtur ÍSÍ bikarinn 2019.
Árið er búið að vera langbesta árið hvað varðar íþróttalegan árangur, frá stofnun BH. Aldrei áður hafa unnist jafn margir titlar í nafni félagsins og aldrei áður hefur aðsóknin verið jafnmikil í félagið.
Bætt við Mán, 12/30/2019 - 11:17
Föstudaginn 27. desember 2019 fór fram árleg Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Anton Sveinn sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar var kjörinn Íþróttakarl Hafnarfjarðar og Þórdís Eva Steinsdóttir frjálsíþróttakona úr Fimleikafélagi Hafnarfjarðar var kjörin Íþróttakona Hafnarfjarðar. Myndin sýnir frá vinstri Þórdísi Evu, Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjórann í Hafnarfirði og Anton Svein.
Bætt við Mið, 12/18/2019 - 09:18
Hafnfirðingar og aðrir landsmenn
Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða.
Íþróttabandalag Hafnarfjarðar
Bætt við Mán, 12/02/2019 - 11:36
Stofnþing Bogfimisambands Íslands (BFSÍ) var haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal sunnudaginn 1. desember 2019. Með stofnun þessa nýja sérsambands eru sérsambönd ÍSÍ orðin 33 talsins. Íþróttin er nú stunduð í tíu íþróttafélögum innan vébanda níu íþróttahéraða / íþróttabandalaga, þar með talið í Íþróttabandalagi Hafnarfjarðar í aðildarfélaginu Bogfimifélaginu Hróa Hetti.
Bætt við Fim, 11/14/2019 - 10:10
Stjórn Afrekssjóðs ÍBH samþykkti að breyta reglugerð um sjóðinn og eru þær eftirfarandi, ferðastyrkir einstaklingar með félagsliði verða hámark 4 á ári, ferðastyrkir einstaklingar með landsliði verða hámark 4 á ári, afreksstyrkir lækka úr kr. 70.000 í kr. 60.000 hver styrkur, fararstjórastyrkir lækka úr kr. 80.000 í kr.
Bætt við Mán, 10/28/2019 - 10:30
Guðbjörg Reynisdóttir bogfimikona Bogfimifélaginu Hróa Hetti tók þátt í Evrópumeistaramóti í víðavangsbogfimi dagana 30. september – 5. október 2019 í Mokritz kastala í Slóveníu. Guðbjörg var að keppa í fyrsta sinn á EM í víðavangsbogfimi. Guðbjörg náði frábærum árangri á mótinu, en hún tapaði keppninni um bronsið 46-41 á móti Kathryn Morton frá Bretlandi og endaði í fjórða sæti á mótinu. Afrekssjóður ÍBH styrkti hana til þátttöku í verkefninu að upphæð kr. 70.000.
Bætt við Mið, 10/16/2019 - 14:27
Meistaraflokkur karla í handknattleik í Fimleikafélagi Hafnarfjarðar tók þátt í Evrópukeppni félagsliða (EHF bikarkeppni). Fyrsti leikurinn fór fram í Belgíu við Hc Vise Bm 1. september 2019 og skildu liðin jöfn 27:27. Seinni leikur liðanna fór fram í Kaplakrika 8. september 2019 og vann FH þann leik 29:21. FH fór áfram með samanlögum sigri 56:48 í 2. umferð. Í annari umferð mætti FH liðinu Arendal frá Noregi. Fyrri leikur liðanna var í Kaplakrika 7.
Bætt við Mið, 10/16/2019 - 14:26
Meistaraflokkur karla í handknattleik hjá Knattspyrnufélaginu Haukum tók þátt í Evrópukeppni félagsliða (EHF bikarkeppni). Haukarnir mættu liðinu Talent Plzen frá Tékklandi 1. september 2019 á Ásvöllum og töpuðu 20:25. Seinni leikur liðanna fór fram 7. september 2019 í Tékklandi og töpuðu Haukar honum 26:25.