Jólakveðja

 
Íþróttabandalag Hafnarfjarðar óskar Hafnfirðingum og öllum samstarfsaðilum gleðilegra jóla
og farsældar á komandi ári.
 
 
Kærar þakkir fyrir ykkar vinnuframlag
til íþróttamála á Íslandi á árinu sem er að líða.

 

Stjórn og starfsfólk Íþróttabandalags Hafnarfjarðar

Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðar 2018

 

Íþróttahúsinu við Strandgötu fimmtudaginn 27. desember 2018 kl. 18.00.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar og íþrótta- og tómstundanefnd standa fyrir afhendingu viðurkenninga til íþróttamanna sem keppa með hafnfirskum liðum, Íslandsmeistara, hópa bikarmeistara, Norðurlandameistara, heimsmeistara og sérstakra afreka, ásamt vali á íþróttakonu, íþróttakarli og íþróttaliði Hafnarfjarðar á árinu 2018.

 

 

Keilir á EM félagsliða

Karlalið Golfklúbbsins Keilis tók þátt í Evrópumóti félagsliða í golfi sem fór fram á Golf du Medoc golfvellinum í Frakklandi dagana 25. – 27. október 2018. Fyrir hönd klúbbsins spiluðu þeir Benedikt Sveinsson, Helgi Snær Björgvinsson og Henning Darri Þórðarson. Karl Ómar Karlsson var þjálfari og liðsstjóri í ferðinni. Bestur í liðinu var Benedikt í 38. sæti í einstaklingskeppninni á 12 höggum yfir pari í heildina. Henning Darri endaði í 51.

Fulltrúaráðsfundur ÍBH

Fulltrúaráðsfundur Íþróttabandalags Hafnarfjarðar var haldinn laugardaginn 24. nóvember sl. í félagsheimili Siglingaklúbbsins Þyts við höfnina í Hafnarfirði. Formaður ÍBH Hrafnkell Marinósson setti fundinn og fór yfir dagskrá hans. Framkvæmdastjóri ÍBH fór yfir ráðstefnu sem formaður og framkvæmdastjóri ÍBH tóku þátt í föstudaginn 16. nóvember sl.

Helga Kristín á HM landsliða í golfi

Helga Kristín Einarsdóttir kylfingur Golfklúbbnum Keili tók þátt í heimsmeistaramóti áhugamanna landsliða í golfi sem fór fram dagana 27. ágúst til 1. september 2018 á Montgomerie vellinum á Írlandi. Liðið endaði í 39. sæti á mótinu á samtals 23 höggum yfir pari. Helga Kristín lék best af íslensku konunum, endaði mótið 13 höggum yfir pari sem skilaði henni í 92. sætið á mótinu. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti hana til þátttöku í mótinu að upphæð kr. 70.000.

Anna Sólveig og Helga Kristín á EM landsliða í golfi

 

 

Henning Darri og Rúnar á EM landsliða í golfi

Kylfingarnir Henning Darri Þórðarson og Rúnar Arnórsson úr Golfklúbbnum Keili tóku þátt í Evrópumeistaramóti áhugamanna í golfi 8. – 14. júlí sl. á velli Golf Club Bad Saarow rétt við Berlín í Þýskalandi. Henning Darri og Rúnar gerðu jafntefli í sínum leikjum. Íslenska liðið keppti við Tékkaland um 11. – 12. sæti og hafði betur 3/2 og varð í 11. sæti á mótinu. Afreksmannasjóður ÍBH styrkt þá um kr. 70.000 hvort til þátttöku í verkefninu.

Dominiqua Alma og Margrét Lea á HM í áhaldafimleikum

Fimleikakonurnar úr Fimleikafélaginu Björk Dominiqua Alma Belanyi og Margrét Lea Kristinsdóttir tóku þátt í Heimsmeistaramótinu í áhaldafimleikum sem fór fram í Doha í Katar 27. október sl. Margrét Lea var best af íslensku keppendunum í gólfæfingum fékk 11.866 stig og varð í 59. sæti og varð 79. sæti á jafnvægisslá. Dominiqua Alma varð í 100. sæti á tvíslá. Í liðakeppni varð Ísland í 19. sæti með samanlagt 137.629 stig.

Ársreikningar, félaga- og iðkendatal aðildarfélaga ÍBH starfsárið 2017

Íþróttabandlag Hafnarfjarðar hefur í nítjánda sinn tekið saman skýrslu um ársreikninga, félaga- og iðkendatal aðildarfélaga ÍBH starfsárið 2017 úr Felixkerfi ÍSÍ. Tekjur eru 1,247,391, gjöld 1,221,885, afkoma 25,506, veltufé 175,507, fastafé 880,244, skuldir 220,271, staða -44,764, allar upphæðir eru í íslenskum krónum. Iðkendur eru 14,839. Félagsmenn eru 32,585. FH er fjölmennast aðildarfélagið með 2758 iðkendur, Haukar eru með 2570 og Björk er með 2040. Almenningsíþróttir eru fjölmennastar með 2,394 iðkanir, KSÍ er með 1,931 og GSÍ er með 1,887.

FH í tvær umferðir í EHF bikarkeppninni

Meistaraflokkur karla í handknattleik hjá Fimleikafélagi Hafnarfjarðar lék fyrsta leikinn í EHF bikarnum í Zagreb við króatíska liðið Dubrava 1. september sl. FH vann leikinn 33:29. Birgir Már Birgisson og Einar Rafn Eiðsson skoruðu sjö mörk hvor fyrir FH, Bjarni Ófeigur Valdimarsson og Ágúst Birgisson voru með fimm mörk hvor. Seinni leikur liðanna fór fram í Kaplakrika 8. september sl. og endaði hann 30:32 fyrir Dubrava.