18 keppendur frá ÍBH á Smáþjóðaleikunum 2019

Smáþjóðaleikarnir 2019 fóru fram í Svartfjallalandi dagana 27. maí til 1. júní. Að þessu sinni sendi Ísland 185 manns á leikana þar af 120 keppendur. Átján keppendur komu frá aðildarfélögum ÍBH.

Einn keppandi frá borðtennisdeild Badmintonfélags Hafnarfjarðar

Vigdís og Emilía á EM í áhaldafimleikum

Emilía Björt Sigurjónsdóttir og Vigdís Pálmadóttir Fimleikafélaginu Björk kepptu á Evrópumóti í áhaldafimleikum dagana 6. – 12. apríl sl. Mótið fór fram í borginni Szczecin í Póllandi. Þær kepptu í öðrum hluta mótsins, en þær voru báðar að keppa á sínu fyrsta Evrópumóti í fullorðinsflokki. Vigdís átti ótrúlega góðan dag og gerði allar sínar æfingar vel og örugglega.

Nicolo og Sara á EM í latín dönsum

Sara Rós Jakobsdóttir og Nicolo Barbizi Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar tóku þátt í Evrópumeistaramótinu í latíndönsum sem fór fram laugardaginn 25. maí sl. í París í Frakklandi. Keppnin gékk mjög vel og komust þau beint í aðra umferð. Þau enduðu í 34. sæti af 61 pari. Sigurvegarar urðu þau Armen Tsaturyan og Svetlana Gudyno frá Rússlandi, en þau eru núverandi Heimsmeistarar og er þetta í fjórða skiptið sem þau urðu Evrópumeistarar.

Ómar Borgþór á HM unglinga á snjóbrettum

Ómar Borgþór Jóhannsson Brettafélagi Hafnarfjarðar var valinn af snjóbrettanefnd Skíðasambands Íslands til þátttöku á heimsmeistaramóti unglinga á snjóbrettum sem fór fram dagana 7. – 14. apríl 2019 í Klappen í Svíþjóð. Keppt var í tveimur greinum brekkustíl (slopestyle) og risastökki (Big Air). Ómar Borgþór varð í 86. sæti í brekkustíl og í 68. sæti í risastökki. Afrekssjóður ÍBH veitti honum afreksstyrk til þátttöku í verkefninu að upphæð kr.

51. þing ÍBH 2019 - þinggerð

Þinggerð 51. þings ÍBH 2019 má lesa hér.

Rio Tinto og Hafnarfjarðarbær afhentu íþróttastyrki

Úthlutun íþróttastyrkja fyrir yngri en 18 ára iðkendur aðildarfélaga ÍBH fór fram þriðjudaginn 4. júní sl. samkvæmt samningi milli Íþróttabandalagsins í Hafnarfirði (ÍBH), Rio Tinto og Hafnarfjarðarbæjar. Athöfn fór fram í höfuðstöðvum Rio Tinto á Íslandi í Straumsvík þar sem fulltrúar félaganna tóku á móti styrkjunum. Myndirnar eru frá athöfninni. Samningur hefur verið í gildi frá árinu 2001 á milli Íþróttabandalagsins í Hafnarfirði, Rio Tinto og Hafnarfjarðarbæjar.

51. þing ÍBH Jón Gestur sæmdur heiðurskrossi ÍSÍ

 

Sumarfjarnám 2019 þjálfaramenntun 1. og 2. stigs ÍSÍ

Sumarfjarnám 1. og 2. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst þriðjudaginn 18. júní nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. stigi.  Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni.

51. þing ÍBH 2019

Verður haldið laugardaginn 11. maí nk. Þingið er haldið í Hásölum safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju og hefst kl. 9.00. Áætluð lok eru kl. 15.00. Allar upplýsingar um þingið eru efst á heimasíðunni. Að loknu þingi kl. 15.15 er móttaka bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í Hafnarborg fyrir þingfulltrúa.

Hjólað í vinnuna 2019

Við minnum á að nú styttist í að vinnustaðakeppnin Hjólað í vinnuna 2019 hefjist í sautjánda sinn en að þessu sinni fer keppnin fram frá 8. - 28. maí.

Opnað hefur verið fyrir skráningar og við hvetjum alla til að skrá sig strax til leiks

Meginmarkmið Hjólað í vinnuna er eins og ávalt að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, hagkvæmum og umhverfisvænum samgöngumáta.