Bætt við Mið, 06/19/2019 - 11:05
Smáþjóðaleikarnir 2019 fóru fram í Svartfjallalandi dagana 27. maí til 1. júní. Að þessu sinni sendi Ísland 185 manns á leikana þar af 120 keppendur. Átján keppendur komu frá aðildarfélögum ÍBH.
Einn keppandi frá borðtennisdeild Badmintonfélags Hafnarfjarðar
Bætt við Fös, 06/14/2019 - 16:42
Emilía Björt Sigurjónsdóttir og Vigdís Pálmadóttir Fimleikafélaginu Björk kepptu á Evrópumóti í áhaldafimleikum dagana 6. – 12. apríl sl. Mótið fór fram í borginni Szczecin í Póllandi. Þær kepptu í öðrum hluta mótsins, en þær voru báðar að keppa á sínu fyrsta Evrópumóti í fullorðinsflokki. Vigdís átti ótrúlega góðan dag og gerði allar sínar æfingar vel og örugglega.
Bætt við Fös, 06/14/2019 - 12:58
Sara Rós Jakobsdóttir og Nicolo Barbizi Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar tóku þátt í Evrópumeistaramótinu í latíndönsum sem fór fram laugardaginn 25. maí sl. í París í Frakklandi. Keppnin gékk mjög vel og komust þau beint í aðra umferð. Þau enduðu í 34. sæti af 61 pari. Sigurvegarar urðu þau Armen Tsaturyan og Svetlana Gudyno frá Rússlandi, en þau eru núverandi Heimsmeistarar og er þetta í fjórða skiptið sem þau urðu Evrópumeistarar.
Bætt við Fim, 06/13/2019 - 15:38
Ómar Borgþór Jóhannsson Brettafélagi Hafnarfjarðar var valinn af snjóbrettanefnd Skíðasambands Íslands til þátttöku á heimsmeistaramóti unglinga á snjóbrettum sem fór fram dagana 7. – 14. apríl 2019 í Klappen í Svíþjóð. Keppt var í tveimur greinum brekkustíl (slopestyle) og risastökki (Big Air). Ómar Borgþór varð í 86. sæti í brekkustíl og í 68. sæti í risastökki. Afrekssjóður ÍBH veitti honum afreksstyrk til þátttöku í verkefninu að upphæð kr.
Bætt við Þri, 06/11/2019 - 12:08
Þinggerð 51. þings ÍBH 2019 má lesa hér.
Bætt við Mið, 06/05/2019 - 11:15
Úthlutun íþróttastyrkja fyrir yngri en 18 ára iðkendur aðildarfélaga ÍBH fór fram þriðjudaginn 4. júní sl. samkvæmt samningi milli Íþróttabandalagsins í Hafnarfirði (ÍBH), Rio Tinto og Hafnarfjarðarbæjar. Athöfn fór fram í höfuðstöðvum Rio Tinto á Íslandi í Straumsvík þar sem fulltrúar félaganna tóku á móti styrkjunum. Myndirnar eru frá athöfninni. Samningur hefur verið í gildi frá árinu 2001 á milli Íþróttabandalagsins í Hafnarfirði, Rio Tinto og Hafnarfjarðarbæjar.
Bætt við Þri, 05/28/2019 - 12:31
Bætt við Fös, 05/17/2019 - 10:21
Sumarfjarnám 1. og 2. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst þriðjudaginn 18. júní nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. stigi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni.
Bætt við Þri, 05/07/2019 - 09:56
Verður haldið laugardaginn 11. maí nk. Þingið er haldið í Hásölum safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju og hefst kl. 9.00. Áætluð lok eru kl. 15.00. Allar upplýsingar um þingið eru efst á heimasíðunni. Að loknu þingi kl. 15.15 er móttaka bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í Hafnarborg fyrir þingfulltrúa.
Bætt við Mán, 05/06/2019 - 09:37
Við minnum á að nú styttist í að vinnustaðakeppnin Hjólað í vinnuna 2019 hefjist í sautjánda sinn en að þessu sinni fer keppnin fram frá 8. - 28. maí.
Opnað hefur verið fyrir skráningar og við hvetjum alla til að skrá sig strax til leiks.
Meginmarkmið Hjólað í vinnuna er eins og ávalt að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, hagkvæmum og umhverfisvænum samgöngumáta.