Rio Tinto og Hafnarfjarðarbær úthluta íþróttastyrkjum

Afhending íþróttastyrkja fyrir yngri en 18 ára iðkendur aðildarfélaga Íþróttabandalags Hafnarfjarðar (ÍBH) fór fram fimmtudaginn 27. júní 2024 með athöfn í Álverinu í Straumsvík.

Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto á Íslandi, Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjórinn í Hafnarfirði og Hrafnkell Marinósson formaður ÍBH afhentu styrkina.

Hafnarfjarðarbær og Rio Tinto úthluta íþróttastyrkjum

Miðvikudaginn 27. desember 2023 fór fram afhending íþróttastyrkja fyrir yngri en 18 ára iðkendur aðildarfélaga Íþróttabandalags Hafnarfjarðar (ÍBH) sen liður í dagskrá árlegrar Íþrótta- og viðurkenningarhátíðar bæjarins í Íþróttahúsinu við Strandgötu.

Bjarni Már Gylfason upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi og Hrafnkell Marinósson formaður ÍBH afhentu styrkina.

Íþróttabandalagið í Hafnarfirði endurnýjar viðurkenninguna Fyrirmyndarhérað ÍSÍ

ÍBH fékk fyrst afhenda gæðaviðurkenninguna Fyrirmyndarhérað ÍSÍ árið 2019. Á árlegri íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar sem fór fram miðvikudaginn 27. desember sl. endurnýjaði ÍBH gæðaviðurkenninguna Fyrirmyndarhérað ÍSÍ. Þórey Edda Elísdóttir 1. varaforseti ÍSÍ afhenti Hrafnkatli Marinóssyni formanni ÍBH viðurkenninguna.

ÍSÍ bikar 2023

Brettafélag Hafnarfjarðar hlýtur ÍSÍ bikarinn 2023.

Á myndinni eru frá vinstri Þórey Edda Elísdóttir 1. varaforseti ÍSÍ, Jóhann Borgþórsson formaður Brettafélags Hafnarfjarðar, Arnfríður Kristín Arnardóttir stjórnarmaður BFH, Hrafnkell Marinónsson formaður ÍBH.

Íþróttafólk Hafnarfjarðar 2023 Anton Sveinn og Elín Klara

Hin árlega Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar fór fram miðvikudaginn 27. desember 2023 í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Elín Klara Þorkelsdóttir handknattleikskona úr Knattspyrnufélaginu Haukum var kjörin íþróttakona Hafnarfjarðar og Anton Sveinn McKee sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar var kjörinn íþróttakarl Hafnarfjarðar. Móðir Antons Sveins, Helga Margrét Sveinsdóttir tók við viðurkenningunni fyrir hans hönd.

Gleðileg jól

Íþróttabandalagið í Hafnarfirði óskar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Takk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.

Dagur sjálfboðaliðans 5. desember 2023

Í tilefni af degi sjálfboðaliðans þann 5. desember munu ÍSÍ og UMFÍ bjóða sjálfboðaliðum íþróttahreyfingarinnar að koma í Íþróttamiðstöðina í Laugardal og halda upp á daginn með okkur. 

ÍBH afhendir Haukum Hvatningarverðlaun UMFÍ

Hvatningarverðlaun UMFÍ 2023 hlutu þrjú íþróttahéruð. Íþróttabandalagið í Hafnarfirði (ÍBH) var eitt þeirra. UMFÍ veitti ÍBH Hvatningarverðlaunin fyrir gott starf Knattspyrnufélagsins Hauka. Verðlaunin eru veitt Haukum fyrir að setja á fót og fylgja eftir starfi körfuknattleiksdeildar Hauka – Special Olympics.

ÍÞRÓTTAELDHUGI ÁRSINS

Íslendingar eru  hvattir til að senda inn ábendingar um öfluga sjálfboðaliða í íþróttahreyfingunni.

Íþróttaeldhugi ársins verður tilnefndur í annað sinn samhliða lýsingu á kjöri Íþróttamanns ársins 2023. Lottó og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands standa fyrir þessari tilnefningu.

Saga ÍBH í 70 ár 1945 - 2015

Saga ÍBH í 70 ár 1945 - 2015 er komin út. Verkið verður aðeins birt rafrænt á heimasíðu ÍBH. ibh.is, saga (flipi vinstra megin á síðunni). Tengill á sögu ÍBH Saga | ÍBH (ibh.is)