Úthlutun styrkja fyrir yngri en 18 ára – seinni úthlutun 2022

Þriðjudaginn 27. desember 2022 fór fram úthlutun styrkja fyrir yngri en 18 ára iðkendur aðildarfélaga ÍBH samkvæmt samningi milli ÍBH, Rio Tinto og Hafnarfjarðarbæjar, á árlegri Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar. Bjarni Már Gylfason framkvæmdastjóri samskiptasviðs Rio Tinto og Arnfríður Kristín Arnardóttir stjórnarmaður ÍBH afhentu styrkina. Alls sóttu ellefu félög um stuðning.

ÍSÍ bikar 2022

Frjálsíþróttadeild FH hlýtur ÍSÍ bikarinn 2022. Félags- og íþróttaleg uppbygging frá yngri flokkum upp í meistaraflokka hefur verið góð á árinu og boðið hefur verið upp á starf fyrir eldri iðkendur. Deildin fékk flesta Íslandsmeistaratitla í Hafnarfirði á árinu. Meistaraflokkar deildarinnar unnu 11 stigakeppnir af 12 mögulegum á árinu. Deildin átti keppanda, Hilmar Örn Jónsson í úrslitum á Evrópumeistaramóti fullorðinna í sleggjukasti karla á árinu.

Guðrún Brá og Anton Sveinn íþróttafólk Hafnarfjarðar 2022

Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar fór fram þriðjudaginn 27. desember 2022 í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Guðrún Brá Björgvinsdóttir kylfingur úr Golfklúbbnum Keili var kjörin íþróttakona Hafnarfjarðar og Anton Sveinn McKee sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar var kjörinn íþróttakarl Hafnarfjarðar. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjórinn í Hafnarfirði afhenti þeim viðurkenningar fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar.

Gleðileg jól

Íþróttabandalagið í Hafnarfirði óskar Hafnfirðingum og öllum landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Landsátak í sundi frá 1. - 30. nóvember 2022

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. - 30. nóvember 2022. 

Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna. Markmiðið með Syndum er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi og nota meðal annars sund til þess. 
Átakið var formlega sett á laggirnar á sama tíma í fyrra og var þátttakan þá gríðarlega góð, en alls tóku landsmenn sig til og syntu heila 11,6 hringi í kringum landið. Það væri gaman að sjá sem flestar sundlaugar taka þátt.

Skýrsla um ársreikninga, iðkendur og félaga í aðildarfélögum ÍBH árið 2020

ÍBH hefur tekið saman skýrslu úr Felixkerfi ÍSÍ og UMFÍ um ársreikninga, félaga- og iðkendatal aðildarfélaga ÍBH starfsárið 2020 samkvæmt starfsskýrslum ÍSÍ 2021, hana má sjá hér.

Brettafélag Hafnarfjarðar 10 ára

Brettafélag Hafnarfjarðar (BFH) var stofnað 9. júlí 2012 og fagnaði 10 ára afmæli sínu þann 15. október sl. í húsnæði félagsins við Flatahraun að viðstöddu fjölmenni. Jóhann Óskar Borgþórsson formaður félagsins setti hátíðina og bauð alla velkomna. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjórinn í Hafnarfirði færði félaginu gjöf, talaði fallega um starf félagsins og tilkynnti að skipaður yrði starfshópur um framtíðarhúsnæði BFH.

Heimsókn ÍRB til ÍBH

Þriðjudaginn 14. september sl. kom Íþróttabandlagið í Reykjanesbæ (ÍRB) ásamt íþróttafulltrúa Reykjanesbæjar í heimsókn til stjórnar ÍBH. Tilgangur heimsóknarinnar var að fræðast um starfsemi Íþróttabandalags Hafnarfjarðar, rekstur íþróttafélaga í Hafnarfirði og íþróttastarf í Hafnarfirði. Fundað var í vorsal Ásvalla og tóku þrettán manns þátt í honum sem var í alla staði mjög fróðlegur. ÍBH þakkar ÍRB fyrir heimsóknina og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.

Göngum í skólann 2022

Nú styttist í að verkefnið Göngum í skólann (www.gongumiskolann.is) hefjist en það verður sett í sextánda sinn sinn 7.

Fyrri úthlutun íþróttastyrkja 2022 frá Rio Tinto og Hafnarfjarðarbæ

Afhending íþróttastyrkja fyrir yngri en 18 ára iðkendur aðildarfélaga Íþróttabandalags Hafnarfjarðar (ÍBH) fór fram fimmtudaginn 9. júní 2022 með athöfn í Álverinu í Straumsvík.

Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto á Íslandi, Hrafnkell Marinósson formaður ÍBH og Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar afhentu styrkina.