Ólympíuævintýri í Grikklandi í sumar fyrir 20 - 30 ára

Fræðslu- og almenningsíþróttasviði ÍSÍ er að auglýsa eftir þátttakendum á námskeið ungs íþróttafólks (20 til 30 ára) á vegum Alþjóða Ólympíuakademíunnar í Ólympíu í Grikklandi dagana 10.- 22. júní næstkomandi. Umsóknarfrestur er 25. apríl 2023.

Hefur þú áhuga á að taka þátt í tveggja vikna Ólympíuævintýri í Grikklandi í sumar?

Hjólað í vinnuna hefst 3. maí 2023

Nú styttist í að vinnustaðakeppnin Hjólað í vinnuna 2023 hefjist í tuttugasta og fyrsta sinn en að þessu sinni fer keppnin fram frá 3. - 23. maí. Opnað var fyrir skráningu þann 19. apríl og við hvetjum alla til að skrá sig strax til leiksHægt er að skrá sig allan tímann á meðan keppni stendur yfir eða fram til 23. maí.

Íslensku lýðheilsuverðlaunin

Forseti Íslands efnir til nýrra verðlauna, Íslensku lýðheilsuverðlaunanna, í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið, embætti landlæknis, ÍSÍ og Geðhjálp.

AÍH 20 ára

Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar (AÍH) varð 20 ára 21. október 2022. Í upphafi voru þrjár deildir í félaginu, motocrossdeild, go kartdeild og rallycrossdeild. Driftdeildin bættist síðan seinna við og voru þær þá orðnar fjórar deildarnar í félaginu. Félagið hélt upp á afmælið 12. nóvember 2022 í Reiðhöllinni í Víðidal með léttum veitingum, verðlaunaafhendingum og skemmtiatriðum.

Lífshlaupið 1. - 21. febrúar 2023

Úthlutun styrkja fyrir yngri en 18 ára – seinni úthlutun 2022

Þriðjudaginn 27. desember 2022 fór fram úthlutun styrkja fyrir yngri en 18 ára iðkendur aðildarfélaga ÍBH samkvæmt samningi milli ÍBH, Rio Tinto og Hafnarfjarðarbæjar, á árlegri Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar. Bjarni Már Gylfason framkvæmdastjóri samskiptasviðs Rio Tinto og Arnfríður Kristín Arnardóttir stjórnarmaður ÍBH afhentu styrkina. Alls sóttu ellefu félög um stuðning.

ÍSÍ bikar 2022

Frjálsíþróttadeild FH hlýtur ÍSÍ bikarinn 2022. Félags- og íþróttaleg uppbygging frá yngri flokkum upp í meistaraflokka hefur verið góð á árinu og boðið hefur verið upp á starf fyrir eldri iðkendur. Deildin fékk flesta Íslandsmeistaratitla í Hafnarfirði á árinu. Meistaraflokkar deildarinnar unnu 11 stigakeppnir af 12 mögulegum á árinu. Deildin átti keppanda, Hilmar Örn Jónsson í úrslitum á Evrópumeistaramóti fullorðinna í sleggjukasti karla á árinu.

Guðrún Brá og Anton Sveinn íþróttafólk Hafnarfjarðar 2022

Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar fór fram þriðjudaginn 27. desember 2022 í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Guðrún Brá Björgvinsdóttir kylfingur úr Golfklúbbnum Keili var kjörin íþróttakona Hafnarfjarðar og Anton Sveinn McKee sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar var kjörinn íþróttakarl Hafnarfjarðar. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjórinn í Hafnarfirði afhenti þeim viðurkenningar fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar.

Gleðileg jól

Íþróttabandalagið í Hafnarfirði óskar Hafnfirðingum og öllum landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Landsátak í sundi frá 1. - 30. nóvember 2022

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. - 30. nóvember 2022. 

Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna. Markmiðið með Syndum er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi og nota meðal annars sund til þess. 
Átakið var formlega sett á laggirnar á sama tíma í fyrra og var þátttakan þá gríðarlega góð, en alls tóku landsmenn sig til og syntu heila 11,6 hringi í kringum landið. Það væri gaman að sjá sem flestar sundlaugar taka þátt.