Bætt við Þri, 06/06/2023 - 12:25
Mánudaginn 5. júní 2023 fór fram afhending íþróttastyrkja fyrir yngri en 18 ára iðkendur aðildarfélaga Íþróttabandalags Hafnarfjarðar (ÍBH) með athöfn í Álverinu í Straumsvík. Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto á Íslandi, Hrafnkell Marinósson formaður ÍBH og Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjórinn í Hafnarfirði afhentu styrkina.
Bætt við Mán, 05/15/2023 - 14:09
53. þing ÍBH var haldið fimmtudaginn 11. maí sl. í Hásölum, sem er safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju og er við Strandgötu í Hafnarfirði. 68 fulltrúar frá aðildarfélögum ÍBH tóku þátt í þinginu auk gesta. Hrafnkell Marinósson formaður ÍBH setti þingið.
Bætt við Mið, 04/19/2023 - 09:21
Fræðslu- og almenningsíþróttasviði ÍSÍ er að auglýsa eftir þátttakendum á námskeið ungs íþróttafólks (20 til 30 ára) á vegum Alþjóða Ólympíuakademíunnar í Ólympíu í Grikklandi dagana 10.- 22. júní næstkomandi. Umsóknarfrestur er 25. apríl 2023.
Hefur þú áhuga á að taka þátt í tveggja vikna Ólympíuævintýri í Grikklandi í sumar?
Bætt við Þri, 04/18/2023 - 15:59
Nú styttist í að vinnustaðakeppnin Hjólað í vinnuna 2023 hefjist í tuttugasta og fyrsta sinn en að þessu sinni fer keppnin fram frá 3. - 23. maí. Opnað var fyrir skráningu þann 19. apríl og við hvetjum alla til að skrá sig strax til leiks. Hægt er að skrá sig allan tímann á meðan keppni stendur yfir eða fram til 23. maí.
Bætt við Fös, 03/03/2023 - 13:29
Forseti Íslands efnir til nýrra verðlauna, Íslensku lýðheilsuverðlaunanna, í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið, embætti landlæknis, ÍSÍ og Geðhjálp.
Bætt við Mán, 02/20/2023 - 09:12
Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar (AÍH) varð 20 ára 21. október 2022. Í upphafi voru þrjár deildir í félaginu, motocrossdeild, go kartdeild og rallycrossdeild. Driftdeildin bættist síðan seinna við og voru þær þá orðnar fjórar deildarnar í félaginu. Félagið hélt upp á afmælið 12. nóvember 2022 í Reiðhöllinni í Víðidal með léttum veitingum, verðlaunaafhendingum og skemmtiatriðum.
Bætt við Fim, 01/12/2023 - 13:35
Bætt við Mán, 01/02/2023 - 10:51
Þriðjudaginn 27. desember 2022 fór fram úthlutun styrkja fyrir yngri en 18 ára iðkendur aðildarfélaga ÍBH samkvæmt samningi milli ÍBH, Rio Tinto og Hafnarfjarðarbæjar, á árlegri Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar. Bjarni Már Gylfason framkvæmdastjóri samskiptasviðs Rio Tinto og Arnfríður Kristín Arnardóttir stjórnarmaður ÍBH afhentu styrkina. Alls sóttu ellefu félög um stuðning.
Bætt við Mið, 12/28/2022 - 15:10
Frjálsíþróttadeild FH hlýtur ÍSÍ bikarinn 2022. Félags- og íþróttaleg uppbygging frá yngri flokkum upp í meistaraflokka hefur verið góð á árinu og boðið hefur verið upp á starf fyrir eldri iðkendur. Deildin fékk flesta Íslandsmeistaratitla í Hafnarfirði á árinu. Meistaraflokkar deildarinnar unnu 11 stigakeppnir af 12 mögulegum á árinu. Deildin átti keppanda, Hilmar Örn Jónsson í úrslitum á Evrópumeistaramóti fullorðinna í sleggjukasti karla á árinu.
Bætt við Mið, 12/28/2022 - 15:02
Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar fór fram þriðjudaginn 27. desember 2022 í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Guðrún Brá Björgvinsdóttir kylfingur úr Golfklúbbnum Keili var kjörin íþróttakona Hafnarfjarðar og Anton Sveinn McKee sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar var kjörinn íþróttakarl Hafnarfjarðar. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjórinn í Hafnarfirði afhenti þeim viðurkenningar fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar.