Tímar til leigu

Íþróttabandalag Hafnarfjarðar leigir út tíma í íþróttahúsi Víðistaðaskóla (stærð 16 x 27m), íþróttahúsi Setbergsskóla (stærð 13,5 x 24m) og íþróttahúsi Hraunvallaskóla (stærð 13 x 25m) í vetur fyrir almenningshópa. Leigutímabil er frá september til desember og frá janúar til maí. Skjalið er uppfært um leið og einhver breyting verður á.

Eftirfarandi tímar eru lausir fyrir almenningshópa 23. ágúst 2019:

Íþróttahús Setbergsskóla:

mán kl. 17.00-18.00

mán kl. 18.00-19.00

mán kl. 20.00-21.00

mið kl. 19.00-20.00

Göngum í skólann

Nú styttist í skólar landsins hefji göngu sína að nýju eftir sumarleyfi. Það sama á við um verkefnið Göngum í skólann (www.iwalktoschool.org) en það verður sett í þrettánda sinn miðvikudaginn 4. september næstkomandi og lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 2. október. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.

Sara Rós og Nicolo á EM í standard og EM í 10 dönsum

Dansararnir Nicolo Barbizi og Sara Rós Jakobsdóttir úr Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar tóku þátt í Evrópumeistaramótinu í standard dönsum sem fór fram 11. maí 2019 í borginni Salaspils í Lettlandi. Þau komust áfram í aðra umferð og enduðu í 43. – 49. sæti á mótinu. Sara Rós og Nicolo tóku einnig þátt í Evrópumeistaramótinu í 10 dönsum sem fór fram í borginni Kosice 7. júní 2019 í Slóvakíu.

18 keppendur frá ÍBH á Smáþjóðaleikunum 2019

Smáþjóðaleikarnir 2019 fóru fram í Svartfjallalandi dagana 27. maí til 1. júní. Að þessu sinni sendi Ísland 185 manns á leikana þar af 120 keppendur. Átján keppendur komu frá aðildarfélögum ÍBH.

Einn keppandi frá borðtennisdeild Badmintonfélags Hafnarfjarðar

Vigdís og Emilía á EM í áhaldafimleikum

Emilía Björt Sigurjónsdóttir og Vigdís Pálmadóttir Fimleikafélaginu Björk kepptu á Evrópumóti í áhaldafimleikum dagana 6. – 12. apríl sl. Mótið fór fram í borginni Szczecin í Póllandi. Þær kepptu í öðrum hluta mótsins, en þær voru báðar að keppa á sínu fyrsta Evrópumóti í fullorðinsflokki. Vigdís átti ótrúlega góðan dag og gerði allar sínar æfingar vel og örugglega.

Nicolo og Sara á EM í latín dönsum

Sara Rós Jakobsdóttir og Nicolo Barbizi Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar tóku þátt í Evrópumeistaramótinu í latíndönsum sem fór fram laugardaginn 25. maí sl. í París í Frakklandi. Keppnin gékk mjög vel og komust þau beint í aðra umferð. Þau enduðu í 34. sæti af 61 pari. Sigurvegarar urðu þau Armen Tsaturyan og Svetlana Gudyno frá Rússlandi, en þau eru núverandi Heimsmeistarar og er þetta í fjórða skiptið sem þau urðu Evrópumeistarar.

Ómar Borgþór á HM unglinga á snjóbrettum

Ómar Borgþór Jóhannsson Brettafélagi Hafnarfjarðar var valinn af snjóbrettanefnd Skíðasambands Íslands til þátttöku á heimsmeistaramóti unglinga á snjóbrettum sem fór fram dagana 7. – 14. apríl 2019 í Klappen í Svíþjóð. Keppt var í tveimur greinum brekkustíl (slopestyle) og risastökki (Big Air). Ómar Borgþór varð í 86. sæti í brekkustíl og í 68. sæti í risastökki. Afrekssjóður ÍBH veitti honum afreksstyrk til þátttöku í verkefninu að upphæð kr.

51. þing ÍBH 2019 - þinggerð

Þinggerð 51. þings ÍBH 2019 má lesa hér.

Rio Tinto og Hafnarfjarðarbær afhentu íþróttastyrki

Úthlutun íþróttastyrkja fyrir yngri en 18 ára iðkendur aðildarfélaga ÍBH fór fram þriðjudaginn 4. júní sl. samkvæmt samningi milli Íþróttabandalagsins í Hafnarfirði (ÍBH), Rio Tinto og Hafnarfjarðarbæjar. Athöfn fór fram í höfuðstöðvum Rio Tinto á Íslandi í Straumsvík þar sem fulltrúar félaganna tóku á móti styrkjunum. Myndirnar eru frá athöfninni. Samningur hefur verið í gildi frá árinu 2001 á milli Íþróttabandalagsins í Hafnarfirði, Rio Tinto og Hafnarfjarðarbæjar.

51. þing ÍBH Jón Gestur sæmdur heiðurskrossi ÍSÍ