Áskorun íþróttahéraða

Íþróttahreyfingin fagnar þeim tilslökunum sem gerðar eru í nýrri reglugerð um íþróttastarf en lýsir þungum áhyggjum af unglingunum á framhaldsskólaaldri.  Þessi hópur virðist hafa gleymst þegar kemur að útfærslu á takmörkunum hverju sinni.

Raddir unga fólksins okkar eru því miður of fáar og þegar við getum ekki hvatt þau til íþróttaiðkunar í jafn langan tíma og raun ber vitni þá höfum við miklar áhyggjur af brottfalli þeirra sem myndi auka líkur á frávikshegðun með tilheyrandi vandamálum.

Akstursíþróttafólk ársins 2020 koma frá AÍH

Sjá nánar undir eftirfarandi tengli Fjarðarfrétta,

 
Íþróttabandalagið í Hafnarfirði óskar þeim Heiðu Karen og Vikari innilega til hamingju með titlana
 
 
 
 
 

Opnað fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrk vegna áhrifa af Covid-19

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum þar sem markmiðið er að jafna tækifæri þeirra til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Styrkirnir koma til viðbótar hefðbundnum íþrótta- og tómstundastyrkjum sveitarfélaga.

Fréttatilkynning frá almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins

Til upplýsinga, almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins var að senda frá sér fréttatilkynningu. Í tilkynningunni kemur fram að öll íþróttamannvirki og sundlaugar á vegum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu séu lokuð. Ákvörðunin verður endurskoðuð að viku liðinni.

Fréttatilkynninguna má sjá í heild sinni hér.

Göngum í skólann 2020

Verkefnið Göngum í skólann verður sett 2. september nk. og lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum 7. október nk. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Sjá nánar hér. Heimasíða verkefnisins er www.gongumiskolann.is.

Íþróttastyrkir afhendir af Hafnarfjarðarbæ og Rio Tinto

Þriðjudaginn 9. júní sl. fór fram úthlutun íþróttastyrkja fyrir yngri en 18 ára iðkendur aðildarfélaga ÍBH samkvæmt samningi milli Íþróttabandalagsins í Hafnarfirði (ÍBH), Rio Tinto og Hafnarfjarðarbæjar.

Sértækar aðgerðir - Upplýsingar um umsóknarferlið

Samkvæmt samningi mennta- og menningarráðherra við ÍSÍ er framlag ríkisins 450 milljónir króna til íþróttahreyfingarinnar í fyrsta lið í aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að bæta það tjón sem einingar innan hennar urðu fyrir.

Verður þeim fjármunum ráðstafað með tveimur mismunandi aðferðum: 

ÍBH 75 ára 28. apríl 2020

Stofnfundur Íþróttabandalags Hafnarfjarðar (ÍBH) var haldinn 28. apríl 1945 að tilhlutan Íþróttaráðs Hafnarfjarðar, Fimleikafélags Hafnarfjarðar, Knattspyrnufélagsins Hauka og Skíða- og skautafélags Hafnarfjarðar. Þessi þrjú íþróttafélög teljast því stofnendur Íþróttabandalags Hafnarfjarðar. Tvö þeirra hafa eflst og vaxið eins og  kunnugt er, en starfsemi Skíða- og skautafélagsins lagðist niður eftir 1960.

Starfsskýrsla 2019

Starfsskýrslu 2019 úr Felixkerfi ÍSÍ má lesa hér. Skýrslan inniheldur lykilupplýsingar úr ársreikningum aðildarfélaga ÍBH og upplýsingar um iðkanir í aðildarfélögum ÍBH, iðkanir aðildarfélaga ÍBH undir sérsamböndum ÍSÍ og félagsmenn í aðildarfélögum ÍBH.

Fulltrúaráðsfundur ÍBH

Var haldinn 16. janúar 2020 í fundarsal í Hraunkoti hjá Golfklúbbnum Keili. Fundurinn hófst kl. 17.00 og lauk kl. 20.00. 26 fulltrúar frá aðildarfélögum ÍBH voru mættir á fundinn. Hrafnkell Marinósson formaður ÍBH bauð alla velkomna og setti fundinn. Díana Guðjónsdóttir íþróttakennari og Magnús Þorkelsson skólameistari Flensborgarskólans fluttu erindi um það hvernig íþróttaafreksbraut Flensborgarskólans og félögin geti unnið betur saman.