Bætt við Mið, 11/17/2021 - 14:25
Stofnþing Klifursambands Íslands var haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal 27. september 2021. Með stofnun þessa nýja sérsambands eru sérsambönd ÍSÍ orðin 34 talsins. Sex íþróttahéruð og sex íþróttafélög áttu þingfulltrúa á þinginu.
Fimleikafélagið Björk, klifurdeild Björk og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar eru stofnaðilar sambandsins.
Bætt við Þri, 11/16/2021 - 10:03
Fór fram fimmtudaginn 11. nóvember sl. í Hásölum safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju. Þinginu hafði verið frestað frá því á vormánuðum vegna kórónuveirufaraldursins. Góð mæting var á þingið og tóku 72 fulltrúar þátt í þinginu auk gesta. Hrafnkell Marinósson formaður ÍBH setti þingið í gegnum Teams.
Bætt við Fim, 10/28/2021 - 10:12
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. til 28. nóvember 2021. Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna. Markmiðið með Syndum er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi og nota meðal annars sund til þess.
Frá Lárusi Blöndal, forseta ÍSÍ:
Bætt við Fös, 09/10/2021 - 15:21
Paralympics Games 2020 voru haldnir 24. ágúst – 5. september 2021, leikunum var frestað um ár vegna kórónuveirunnar. Aðildarfélög ÍBH áttu þrjá keppendur á mótinu.
Bætt við Þri, 09/07/2021 - 16:11
Anton Sveinn McKee Sundfélagi Hafnarfjarðar var eini keppandinn frá aðildarfélögum ÍBH að þessu sinni. Mótinu var frestað um ár vegna kórónuveirunnar. Hann keppti í 200m bringusundi 27. júlí 2021. Í undanrásum varð hann annar í mark í sínum riðli og komst ekki áfram í undanúrslit. Anton Sveinn synti á tímanum 2:11,64 mín., en Íslandsmet hans í greininni er 2:10,21 mín. Hann hefði þurft að synda á tímanum 2:09,95 mín. til þess að komast áfram. Anton hafnaði í 24.
Bætt við Fös, 09/03/2021 - 09:47
Félags- og barnamálaráðherra hefur framlengt sérstaka frístundastyrki fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum þar sem markmiðið er að jafna tækifæri þeirra til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi og verður nú hægt að sækja um styrki út árið 2021. Þá hefur ráðuneytið einnig gengið frá samningi við Abler um að hægt verði að sækja um styrkina með sambærilegum hætti og hefðbundinn frístundastyrk sem sveitarfélögin veita, eða við skráningu barns í íþrótt eða tómstund í gegnum rafrænt skráningarkerfi Sportabler.
Bætt við Þri, 07/20/2021 - 11:18
Laugardaginn 17. júlí 2021 var tekin skóflustunga að nýrri reiðhöll hjá Hestamannafélaginu Sörla. Ágúst Bjarni Garðarsson formaður bæjarráðs Hafnarfjarðarbæjar tók hana ásamt þeim Guðbirni Svavari Kristjánssyni og Viktoríu Huld Hannesdóttur. Lokahönnun reiðhallarinnar ásamt þjónustumannvirki stendur yfir og að því búnu verður verkið auglýst og boðið út.
Bætt við Mán, 06/14/2021 - 12:19
ÍBH er búið að taka saman skýrslu úr Felixkerfi ÍSÍ um ársreikninga, félaga- og iðkendatal aðildarfélaga ÍBH, frá árinu 2019 starfsskýrsla ÍSÍ 2020, skýrsluna má sjá hér.
Bætt við Þri, 06/08/2021 - 12:45
Afhending íþróttastyrkja fór fram mánudaginn 7. júní sl. fyrir yngri en 18 ára iðkendur aðildarfélaga ÍBH. Athöfnin fór að þessu sinni fram í Álfafelli Íþróttahúsinu við Strandgötu.
Birna Pála Kristinsdóttir fulltrúi fyrirtækisins Rio Tinto, Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjórinn í Hafnarfirði og Hrafnkell Marinósson formaður ÍBH undirrituðu samning fyrir árið 2021 og afhendu fulltrúum aðildarfélaga ÍBH styrkina. Myndirnar voru teknar við athöfnina.
Bætt við Þri, 05/11/2021 - 15:20
Nú gildir sérstakur íþrótta- og tómstundarstyrkur á sumarnámskeið!