Bætt við Fös, 06/10/2022 - 10:09
Afhending íþróttastyrkja fyrir yngri en 18 ára iðkendur aðildarfélaga Íþróttabandalags Hafnarfjarðar (ÍBH) fór fram fimmtudaginn 9. júní 2022 með athöfn í Álverinu í Straumsvík.
Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto á Íslandi, Hrafnkell Marinósson formaður ÍBH og Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar afhentu styrkina.
Bætt við Fim, 06/02/2022 - 11:55
Á 30 ára afmælisdegi Fjarðar miðvikudeginum 1. júní sl. hélt félagið afmælis- og uppskeruhátíð í veislusal Ásvalla í Hafnarfirði. Góð mæting var í veisluna sem Þröstur Erlingsson formaður félagsins stýrði. Jóhann Arnarson varaformaður Íþróttasambands fatlaðra færði félaginu gjöf frá sambandinu og veitti einstaklingum úr Firði heiðursmerki.
Bætt við Mið, 05/11/2022 - 15:20
Fulltrúaráðsfundur ÍBH var haldinn 10. maí sl. í Betri stofunni í Firði. Áhersla fundarins voru markaðsmál í íþróttahreyfingunni.
Bætt við Mið, 04/27/2022 - 13:02
Nú styttist í að vinnustaðakeppnin Hjólað í vinnuna 2022 hefjist í tuttugasta sinn en að þessu sinni fer keppnin fram frá 4. - 24. maí. Opnað var fyrir skráningu þann 20. apríl og við hvetjum alla til að skrá sig strax til leiks. Hægt er að skrá sig allan tímann á meðan keppni stendur yfir eða fram til 24. maí.
Bætt við Mið, 04/06/2022 - 10:25
Þriðjudaginn 5. apríl sl. kynnti Elías Atlason starfsmaður ÍSÍ nýtt starfsskýrsluskilakerfi ÍSÍ og UMFÍ. Kynningin fór fram í félagssal Sundfélags Hafnarfjarðar í Ásvallalaug. ÍSÍ og UMFÍ eru að hætta með starfsskýrsluskilakerfið Felix. Nýja starfsskýrsluskilakerfið er í Sportabler sem mörg íþróttafélög eru farin að nota við skráningar til greiðslu á æfingagjöldum þar sem forráðamenn geta m.a. notað frístundastyrk sveitarfélagsins til greiðslu æfingagjalda.
Bætt við Mán, 01/31/2022 - 12:48
Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum Embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta. Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir ættu að stunda miðlungserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega.
Bætt við Mið, 12/29/2021 - 13:47
Nýr samningur frá 2022 – 2024 milli Íþróttabandalagsins í Hafnarfirði (ÍBH), Rio Tinto og Hafnarfjarðarbæjar og úthlutun styrkja fyrir yngri en 18 ára iðkendur voru kynnt á rafrænni Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar á samfélagsmiðlum Hafnarfjarðar þriðjudaginn 28. desember sl.
Bætt við Mið, 12/29/2021 - 11:04
Sundfélag Hafnarfjarðar hlýtur ÍSÍ bikarinn 2021. Markvisst öflugt starf með vel menntuðum og reynslumiklum þjálfurum leiddi til góðs árangurs frá börnum til garpa á árinu. Félagið bauð upp á mikinn fjölda fjölbreyttra námskeiða á árinu og hefur tekist að fjölga iðkendum jafnt og þétt undanfarin ár. Félagið eignaðist 31 Íslandsmeistara í barna-, unglinga- og fullorðinsflokkum og 19 Íslandsmeistara í flokki garpa 2021.
Bætt við Mið, 12/29/2021 - 10:14
Árleg Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar fór fram þriðjudaginn 28. desember 2021. Hátíðin fór fram í streymi á miðlum Hafnarfjarðarbæjar vegna samkomutakmarkanna. Guðrún Brá Björgvinsdóttir kylfingur úr Golfklúbbnum Keili var kjörin íþróttakona Hafnarfjarðar og Róbert Ísak Jónsson sundmaður úr Íþróttafélaginu Firði var kjörinn íþróttakarl Hafnarfjarðar.
Bætt við Mán, 12/20/2021 - 10:29