Bætt við Mán, 10/23/2023 - 11:37
Tímamótatillaga var samþykkt á 53. sambandsþingi UMFÍ 21. október sl. Hún felur í sér stofnun svæðaskrifstofa íþróttahéraða víða um land í samstarfi við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og stjórnvöld. Af lottógreiðslum til UMFÍ / ÍSÍ fari 15% til reksturs svæðaskrifstofanna og 85% til íþróttahéraða eftir íbúafjölda yngri en18 ára.
Samkvæmt tillögunni verður komið á fót átta svæðastöðvum með sextán stöðugildum sem munu þjónusta íþróttahéruð landsins með samræmdum hætti.
Sambærileg tillaga hafði í maí 2023 verið samþykkt á Íþróttaþingi ÍSÍ.
Bætt við Mán, 10/23/2023 - 11:12
Þrjú hlutu hvatningarverðlaun UMFÍ
Hvatningarverðlaun UMFÍ voru veitt vegna sjálfboðaliða Tindastóls, verkefna Þróttar sem nær til nýrra markhópa og Special Olympics hjá Haukum. Ungmennasamband Skagafjarðar, Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar hljóta viðurkenningarnar.
Bætt við Fim, 10/19/2023 - 14:17
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. - 30. nóvember 2023.
Bætt við Þri, 06/06/2023 - 12:25
Mánudaginn 5. júní 2023 fór fram afhending íþróttastyrkja fyrir yngri en 18 ára iðkendur aðildarfélaga Íþróttabandalags Hafnarfjarðar (ÍBH) með athöfn í Álverinu í Straumsvík. Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto á Íslandi, Hrafnkell Marinósson formaður ÍBH og Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjórinn í Hafnarfirði afhentu styrkina.
Bætt við Mán, 05/15/2023 - 14:09
53. þing ÍBH var haldið fimmtudaginn 11. maí sl. í Hásölum, sem er safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju og er við Strandgötu í Hafnarfirði. 68 fulltrúar frá aðildarfélögum ÍBH tóku þátt í þinginu auk gesta. Hrafnkell Marinósson formaður ÍBH setti þingið.
Bætt við Mið, 04/19/2023 - 09:21
Fræðslu- og almenningsíþróttasviði ÍSÍ er að auglýsa eftir þátttakendum á námskeið ungs íþróttafólks (20 til 30 ára) á vegum Alþjóða Ólympíuakademíunnar í Ólympíu í Grikklandi dagana 10.- 22. júní næstkomandi. Umsóknarfrestur er 25. apríl 2023.
Hefur þú áhuga á að taka þátt í tveggja vikna Ólympíuævintýri í Grikklandi í sumar?
Bætt við Þri, 04/18/2023 - 15:59
Nú styttist í að vinnustaðakeppnin Hjólað í vinnuna 2023 hefjist í tuttugasta og fyrsta sinn en að þessu sinni fer keppnin fram frá 3. - 23. maí. Opnað var fyrir skráningu þann 19. apríl og við hvetjum alla til að skrá sig strax til leiks. Hægt er að skrá sig allan tímann á meðan keppni stendur yfir eða fram til 23. maí.
Bætt við Fös, 03/03/2023 - 13:29
Forseti Íslands efnir til nýrra verðlauna, Íslensku lýðheilsuverðlaunanna, í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið, embætti landlæknis, ÍSÍ og Geðhjálp.
Bætt við Mán, 02/20/2023 - 09:12
Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar (AÍH) varð 20 ára 21. október 2022. Í upphafi voru þrjár deildir í félaginu, motocrossdeild, go kartdeild og rallycrossdeild. Driftdeildin bættist síðan seinna við og voru þær þá orðnar fjórar deildarnar í félaginu. Félagið hélt upp á afmælið 12. nóvember 2022 í Reiðhöllinni í Víðidal með léttum veitingum, verðlaunaafhendingum og skemmtiatriðum.
Bætt við Fim, 01/12/2023 - 13:35