Skýrsla um ársreikninga, iðkendur og félaga í aðildarfélögum ÍBH árið 2020

ÍBH hefur tekið saman skýrslu úr Felixkerfi ÍSÍ og UMFÍ um ársreikninga, félaga- og iðkendatal aðildarfélaga ÍBH starfsárið 2020 samkvæmt starfsskýrslum ÍSÍ 2021, hana má sjá hér.

Brettafélag Hafnarfjarðar 10 ára

Brettafélag Hafnarfjarðar (BFH) var stofnað 9. júlí 2012 og fagnaði 10 ára afmæli sínu þann 15. október sl. í húsnæði félagsins við Flatahraun að viðstöddu fjölmenni. Jóhann Óskar Borgþórsson formaður félagsins setti hátíðina og bauð alla velkomna. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjórinn í Hafnarfirði færði félaginu gjöf, talaði fallega um starf félagsins og tilkynnti að skipaður yrði starfshópur um framtíðarhúsnæði BFH.

Heimsókn ÍRB til ÍBH

Þriðjudaginn 14. september sl. kom Íþróttabandlagið í Reykjanesbæ (ÍRB) ásamt íþróttafulltrúa Reykjanesbæjar í heimsókn til stjórnar ÍBH. Tilgangur heimsóknarinnar var að fræðast um starfsemi Íþróttabandalags Hafnarfjarðar, rekstur íþróttafélaga í Hafnarfirði og íþróttastarf í Hafnarfirði. Fundað var í vorsal Ásvalla og tóku þrettán manns þátt í honum sem var í alla staði mjög fróðlegur. ÍBH þakkar ÍRB fyrir heimsóknina og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.

Göngum í skólann 2022

Nú styttist í að verkefnið Göngum í skólann (www.gongumiskolann.is) hefjist en það verður sett í sextánda sinn sinn 7.

Fyrri úthlutun íþróttastyrkja 2022 frá Rio Tinto og Hafnarfjarðarbæ

Afhending íþróttastyrkja fyrir yngri en 18 ára iðkendur aðildarfélaga Íþróttabandalags Hafnarfjarðar (ÍBH) fór fram fimmtudaginn 9. júní 2022 með athöfn í Álverinu í Straumsvík.

Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto á Íslandi, Hrafnkell Marinósson formaður ÍBH og Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar afhentu styrkina.

Íþróttafélagið Fjörður 30 ára

Á 30 ára afmælisdegi Fjarðar miðvikudeginum 1. júní sl. hélt félagið afmælis- og uppskeruhátíð í veislusal Ásvalla í Hafnarfirði. Góð mæting var í veisluna sem Þröstur Erlingsson formaður félagsins stýrði. Jóhann Arnarson varaformaður Íþróttasambands fatlaðra færði félaginu gjöf frá sambandinu og veitti einstaklingum úr Firði heiðursmerki.

Fulltrúaráðsfundur ÍBH

Fulltrúaráðsfundur ÍBH var haldinn 10. maí sl. í Betri stofunni í Firði. Áhersla fundarins voru markaðsmál í íþróttahreyfingunni.

Hjólað í vinnuna 2022 hefst 4. maí

Nú styttist í að vinnustaðakeppnin Hjólað í vinnuna 2022 hefjist í tuttugasta sinn en að þessu sinni fer keppnin fram frá 4. - 24. maí. Opnað var fyrir skráningu þann 20. apríl og við hvetjum alla til að skrá sig strax til leiksHægt er að skrá sig allan tímann á meðan keppni stendur yfir eða fram til 24. maí.

ÍSÍ kynnir nýtt starfsskýrsluskilakerfi í Hafnarfirði

Þriðjudaginn 5. apríl sl. kynnti Elías Atlason starfsmaður ÍSÍ nýtt starfsskýrsluskilakerfi ÍSÍ og UMFÍ. Kynningin fór fram í félagssal Sundfélags Hafnarfjarðar í Ásvallalaug. ÍSÍ og UMFÍ eru að hætta með starfsskýrsluskilakerfið Felix. Nýja starfsskýrsluskilakerfið er í Sportabler sem mörg íþróttafélög eru farin að nota við skráningar til greiðslu á æfingagjöldum þar sem forráðamenn geta m.a. notað frístundastyrk sveitarfélagsins til greiðslu æfingagjalda.

Lífshlaupið 2. - 22. febrúar 2022

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum Embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta. Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir ættu að stunda miðlungserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega.