Bætt við Fim, 01/12/2023 - 13:35
Bætt við Mán, 01/02/2023 - 10:51
Þriðjudaginn 27. desember 2022 fór fram úthlutun styrkja fyrir yngri en 18 ára iðkendur aðildarfélaga ÍBH samkvæmt samningi milli ÍBH, Rio Tinto og Hafnarfjarðarbæjar, á árlegri Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar. Bjarni Már Gylfason framkvæmdastjóri samskiptasviðs Rio Tinto og Arnfríður Kristín Arnardóttir stjórnarmaður ÍBH afhentu styrkina. Alls sóttu ellefu félög um stuðning.
Bætt við Mið, 12/28/2022 - 15:10
Frjálsíþróttadeild FH hlýtur ÍSÍ bikarinn 2022. Félags- og íþróttaleg uppbygging frá yngri flokkum upp í meistaraflokka hefur verið góð á árinu og boðið hefur verið upp á starf fyrir eldri iðkendur. Deildin fékk flesta Íslandsmeistaratitla í Hafnarfirði á árinu. Meistaraflokkar deildarinnar unnu 11 stigakeppnir af 12 mögulegum á árinu. Deildin átti keppanda, Hilmar Örn Jónsson í úrslitum á Evrópumeistaramóti fullorðinna í sleggjukasti karla á árinu.
Bætt við Mið, 12/28/2022 - 15:02
Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar fór fram þriðjudaginn 27. desember 2022 í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Guðrún Brá Björgvinsdóttir kylfingur úr Golfklúbbnum Keili var kjörin íþróttakona Hafnarfjarðar og Anton Sveinn McKee sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar var kjörinn íþróttakarl Hafnarfjarðar. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjórinn í Hafnarfirði afhenti þeim viðurkenningar fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar.
Bætt við Þri, 12/20/2022 - 17:54
Íþróttabandalagið í Hafnarfirði óskar Hafnfirðingum og öllum landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Bætt við Mið, 10/26/2022 - 00:00
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. - 30. nóvember 2022.
Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna. Markmiðið með Syndum er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi og nota meðal annars sund til þess.
Átakið var formlega sett á laggirnar á sama tíma í fyrra og var þátttakan þá gríðarlega góð, en alls tóku landsmenn sig til og syntu heila 11,6 hringi í kringum landið. Það væri gaman að sjá sem flestar sundlaugar taka þátt.
Bætt við Fös, 10/21/2022 - 09:53
ÍBH hefur tekið saman skýrslu úr Felixkerfi ÍSÍ og UMFÍ um ársreikninga, félaga- og iðkendatal aðildarfélaga ÍBH starfsárið 2020 samkvæmt starfsskýrslum ÍSÍ 2021, hana má sjá hér.
Bætt við Þri, 10/18/2022 - 11:53
Brettafélag Hafnarfjarðar (BFH) var stofnað 9. júlí 2012 og fagnaði 10 ára afmæli sínu þann 15. október sl. í húsnæði félagsins við Flatahraun að viðstöddu fjölmenni. Jóhann Óskar Borgþórsson formaður félagsins setti hátíðina og bauð alla velkomna. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjórinn í Hafnarfirði færði félaginu gjöf, talaði fallega um starf félagsins og tilkynnti að skipaður yrði starfshópur um framtíðarhúsnæði BFH.
Bætt við Fim, 09/15/2022 - 09:49
Þriðjudaginn 14. september sl. kom Íþróttabandlagið í Reykjanesbæ (ÍRB) ásamt íþróttafulltrúa Reykjanesbæjar í heimsókn til stjórnar ÍBH. Tilgangur heimsóknarinnar var að fræðast um starfsemi Íþróttabandalags Hafnarfjarðar, rekstur íþróttafélaga í Hafnarfirði og íþróttastarf í Hafnarfirði. Fundað var í vorsal Ásvalla og tóku þrettán manns þátt í honum sem var í alla staði mjög fróðlegur. ÍBH þakkar ÍRB fyrir heimsóknina og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.
Bætt við Mán, 08/15/2022 - 16:29
Nú styttist í að verkefnið Göngum í skólann (www.gongumiskolann.is) hefjist en það verður sett í sextánda sinn sinn 7.