Bætt við Fös, 10/21/2022 - 09:53
ÍBH hefur tekið saman skýrslu úr Felixkerfi ÍSÍ og UMFÍ um ársreikninga, félaga- og iðkendatal aðildarfélaga ÍBH starfsárið 2020 samkvæmt starfsskýrslum ÍSÍ 2021, hana má sjá hér.
Bætt við Þri, 10/18/2022 - 11:53
Brettafélag Hafnarfjarðar (BFH) var stofnað 9. júlí 2012 og fagnaði 10 ára afmæli sínu þann 15. október sl. í húsnæði félagsins við Flatahraun að viðstöddu fjölmenni. Jóhann Óskar Borgþórsson formaður félagsins setti hátíðina og bauð alla velkomna. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjórinn í Hafnarfirði færði félaginu gjöf, talaði fallega um starf félagsins og tilkynnti að skipaður yrði starfshópur um framtíðarhúsnæði BFH.
Bætt við Fim, 09/15/2022 - 09:49
Þriðjudaginn 14. september sl. kom Íþróttabandlagið í Reykjanesbæ (ÍRB) ásamt íþróttafulltrúa Reykjanesbæjar í heimsókn til stjórnar ÍBH. Tilgangur heimsóknarinnar var að fræðast um starfsemi Íþróttabandalags Hafnarfjarðar, rekstur íþróttafélaga í Hafnarfirði og íþróttastarf í Hafnarfirði. Fundað var í vorsal Ásvalla og tóku þrettán manns þátt í honum sem var í alla staði mjög fróðlegur. ÍBH þakkar ÍRB fyrir heimsóknina og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.
Bætt við Mán, 08/15/2022 - 16:29
Nú styttist í að verkefnið Göngum í skólann (www.gongumiskolann.is) hefjist en það verður sett í sextánda sinn sinn 7.
Bætt við Fös, 06/10/2022 - 10:09
Afhending íþróttastyrkja fyrir yngri en 18 ára iðkendur aðildarfélaga Íþróttabandalags Hafnarfjarðar (ÍBH) fór fram fimmtudaginn 9. júní 2022 með athöfn í Álverinu í Straumsvík.
Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto á Íslandi, Hrafnkell Marinósson formaður ÍBH og Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar afhentu styrkina.
Bætt við Fim, 06/02/2022 - 11:55
Á 30 ára afmælisdegi Fjarðar miðvikudeginum 1. júní sl. hélt félagið afmælis- og uppskeruhátíð í veislusal Ásvalla í Hafnarfirði. Góð mæting var í veisluna sem Þröstur Erlingsson formaður félagsins stýrði. Jóhann Arnarson varaformaður Íþróttasambands fatlaðra færði félaginu gjöf frá sambandinu og veitti einstaklingum úr Firði heiðursmerki.
Bætt við Mið, 05/11/2022 - 15:20
Fulltrúaráðsfundur ÍBH var haldinn 10. maí sl. í Betri stofunni í Firði. Áhersla fundarins voru markaðsmál í íþróttahreyfingunni.
Bætt við Mið, 04/27/2022 - 13:02
Nú styttist í að vinnustaðakeppnin Hjólað í vinnuna 2022 hefjist í tuttugasta sinn en að þessu sinni fer keppnin fram frá 4. - 24. maí. Opnað var fyrir skráningu þann 20. apríl og við hvetjum alla til að skrá sig strax til leiks. Hægt er að skrá sig allan tímann á meðan keppni stendur yfir eða fram til 24. maí.
Bætt við Mið, 04/06/2022 - 10:25
Þriðjudaginn 5. apríl sl. kynnti Elías Atlason starfsmaður ÍSÍ nýtt starfsskýrsluskilakerfi ÍSÍ og UMFÍ. Kynningin fór fram í félagssal Sundfélags Hafnarfjarðar í Ásvallalaug. ÍSÍ og UMFÍ eru að hætta með starfsskýrsluskilakerfið Felix. Nýja starfsskýrsluskilakerfið er í Sportabler sem mörg íþróttafélög eru farin að nota við skráningar til greiðslu á æfingagjöldum þar sem forráðamenn geta m.a. notað frístundastyrk sveitarfélagsins til greiðslu æfingagjalda.
Bætt við Mán, 01/31/2022 - 12:48
Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum Embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta. Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir ættu að stunda miðlungserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega.