Bætt við Fim, 12/28/2017 - 09:33
Afrekslið Hafnarfjarðar 2017 er meistaraflokkur karla í handknattleik hjá Fimleikafélagi Hafnarfjarðar. Liðið komst í úrslitakeppni fjögurra liða í bikarkeppninni og í úrslitaleik á Íslandsmótinu þar sem liðið endaði í öðru sæti. Liðið tók einnig þátt í Evrópukeppni félagsliða og spilaði 3 umferðir sem gengu vel og voru æsispennandi. Liðið tapaði á útivallarreglu í 3 umferðinni og rétt missti af riðlakeppni Evrópukeppninnar.
Bætt við Fim, 12/28/2017 - 08:35
Á íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar sem fór fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu miðvikudaginn 27. desember sl. voru Róbert Ísak Jónsson sundmaður úr Íþróttafélaginu Firði og Arna Stefanía Guðmundsdóttir frjálsíþróttakona úr Fimleikafélagi Hafnarfjarðar kjörin íþróttafólk Hafnarfjarðar 2017. Myndin sýnir Róbert Ísak, Örnu Stefaníu og Karólínu Helgu Símonardóttur formann íþrótta- og tómstundanefndar Hafnarfjarðarbæjar.
Bætt við Fim, 12/21/2017 - 11:13
Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar 2017
Fer fram miðvikudaginn 27. desember kl. 18.00 í Íþróttahúsinu við Strandgötu.
Dagskrá
Bætt við Mið, 06/14/2017 - 16:30
Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram í 28. sinn sunnudaginn 18. júní. Hlaupið verður á fjölmörgum stöðum hérlendis sem og erlendis. Markmið Kvennahlaupsins hefur frá upphafi verið að vekja áhuga kvenna á reglulegri hreyfingu.
Bætt við Mið, 06/14/2017 - 16:24
Smáþjóðaleikarnir 2017 voru haldnir í San Marínó dagana 29. maí – 3. júní sl. 13 keppendur úr aðildarfélögum ÍBH tóku þátt í leikunum.
Fjórir keppendur voru í sundi frá Sundfélagi Hafnarfjarðar.
Bætt við Fim, 06/08/2017 - 14:33
Sara Rós Jakobsdóttir og Nicolo Barbizi Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar kepptu á EM í standard dönsum sem haldið var í borginni Olomouc í Tékklandi 19. maí sl. 60 pör tóku þátt í mótinu og enduðu þau í 32. sæti. Afreksmannasjóður ÍBH veitti þeim styrk til þátttöku í verkefninu að upphæð kr. 150.000 hvoru. Myndin sýnir parið í keppni.
Bætt við Fim, 06/08/2017 - 14:15
Sigurður Már Atlason og Mariia Baikova Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar tóku þátt í EM í standard dönsum sem fór fram í borginni Olomouc í Tékklandi 19. maí sl. 60 pör tóku þátt í keppninni og enduðu þau í 47. sæti. Afreksmannasjóður ÍBH veitti þeim styrk að upphæð kr. 150.000 til þátttöku í verkefninu. Myndin er af parinu í keppni.
Bætt við Mið, 06/07/2017 - 15:19
Tinna Óðinsdóttir Fimleikafélaginu Björk tók þátt í EM í áhaldafimleikum sem fór fram í borginni Cluj í Rúmeníu dagana 14. – 24. apríl sl. Keppendur voru frá 37 þjóðum á mótinu þar sem aðeins var keppt í einstaklingskeppni, 168 karlar og 106 konur voru keppendur á mótinu. Tinna endaði í 64. sæti í fjölþraut, 77. sæti á stökki, 66. sæti á tvíslá, 84. sæti á slá og 69. sæti á gólfi. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti verkefnið að upphæð kr. 150.000.
Bætt við Mið, 06/07/2017 - 14:23
Bætt við Mið, 06/07/2017 - 12:43
Nicolo Barbizi og Sara Rós Jakobsdóttir Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar tóku þátt í EM í latin dönsum 15. apríl sl. í Cambrils á Spáni. 69 pör tóku þátt í keppninni, en tvö bestu pörin frá hverju landi fá keppnisrétt. Þau enduðu í 52. sæti á mótinu. Afreksmannasjóður ÍBH veitti þeim afreksstyrk að upphæð kr. 150.000 hvoru til þátttöku í mótinu. Myndin er af parinu í keppni.