Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram 18. júní 2017

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram í 28. sinn sunnudaginn 18. júní. Hlaupið verður á fjölmörgum stöðum hérlendis sem og erlendis. Markmið Kvennahlaupsins hefur frá upphafi verið að vekja áhuga kvenna á reglulegri hreyfingu.

Glæsilegur árangur íþróttamanna í hafnfirskum félögum á Smáþjóðaleikunum

Smáþjóðaleikarnir 2017 voru haldnir í San Marínó dagana 29. maí – 3. júní sl. 13 keppendur úr aðildarfélögum ÍBH tóku þátt í leikunum.

Fjórir keppendur voru í sundi frá Sundfélagi Hafnarfjarðar.

Afreksstyrkur veittur til Söru Rósar og Nicolo vegna EM í standard dönsum

Sara Rós Jakobsdóttir og Nicolo Barbizi Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar kepptu á EM í standard dönsum sem haldið var í borginni Olomouc í Tékklandi 19. maí sl. 60 pör tóku þátt í mótinu og enduðu þau í 32. sæti. Afreksmannasjóður ÍBH veitti þeim styrk til þátttöku í verkefninu að upphæð kr. 150.000 hvoru. Myndin sýnir parið í keppni.

Afreksstyrkur veittur til Sigurðs Más og Mariiu vegna EM í standard dönsum

Sigurður Már Atlason og Mariia Baikova Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar tóku þátt í EM í standard dönsum sem fór fram í borginni Olomouc í Tékklandi 19. maí sl. 60 pör tóku þátt í keppninni og enduðu þau í 47. sæti. Afreksmannasjóður ÍBH veitti þeim styrk að upphæð kr. 150.000 til þátttöku í verkefninu. Myndin er af parinu í keppni.

Tinna fær afreksstyrk vegna EM í áhaldafimleikum

Tinna Óðinsdóttir Fimleikafélaginu Björk tók þátt í EM í áhaldafimleikum sem fór fram í borginni Cluj í Rúmeníu dagana 14. – 24. apríl sl. Keppendur voru frá 37 þjóðum á mótinu þar sem aðeins var keppt í einstaklingskeppni, 168 karlar og 106 konur voru keppendur á mótinu. Tinna endaði í 64. sæti í fjölþraut, 77. sæti á stökki, 66. sæti á tvíslá, 84. sæti á slá og 69. sæti á gólfi. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti verkefnið að upphæð kr. 150.000.

Mariia og Sigurður Már fá afreksstyrk vegna EM í latin dönsum

 

Nicolo og Sara Rós fá afreksstyrk vegna EM í latin dönsum

Nicolo Barbizi og Sara Rós Jakobsdóttir Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar tóku þátt í EM í latin dönsum 15. apríl sl. í Cambrils á Spáni. 69 pör tóku þátt í keppninni, en tvö bestu pörin frá hverju landi fá keppnisrétt. Þau enduðu í 52. sæti á mótinu. Afreksmannasjóður ÍBH veitti þeim afreksstyrk að upphæð kr. 150.000 hvoru til þátttöku í mótinu. Myndin er af parinu í keppni.

Heiðranir á 50. þingi ÍBH

Hrafnkell Marinósson formaður ÍBH og Magnús Gunnarsson stjórnarmaður ÍBH hengdu silfurmerki bandalagsins í 24 einstaklinga sem skarað hafa fram úr í störfum fyrir íþróttahreyfinguna í Hafnarfirði í að minnsta kosti áratug. Íþróttafélögin tilnefna fólk úr sínum röðum til stjórnar ÍBH. Myndin sýnir einstaklingana sem tóku á móti heiðurviðurkenningum ÍBH eða fulltrúa þeirra.

 

 

 

Þinggerð 50. þings ÍBH er komin út

Þinggerð 50. þings ÍBH sem var haldið 20. maí sl. í Álfafelli Íþróttahúsinu við Strandgötu er komin út. Hægt er að lesa hana undir flipanum 50. þing ÍBH 2017, efst á heimasíðu ÍBH hægra megin eða hér.

Kosið í stjórn ÍBH og Hrafnkell endurkjörinn formaður á þingi ÍBH

50. þing Íþróttabandalags Hafnarfjarðar fór fram laugardaginn 20. maí sl. í Álfafelli Íþróttahúsinu við Strandgötu. Á þinginu var kosin átta manna stjórn, en síðasta stjórn var fulltrúastjórn allra aðildarfélaga ÍBH.