Nikita og Hanna Rún fá afreksstyrk vegna HM í latín dönsum

Hanna Rún Óladóttir og Nikita Bazev kepptu á heimsmeistaramótinu í latín dönsum fullorðinna í Chengdu í Kína 24. september sl. Enduð þau í 25. – 27. sæti á mótinu. Afreksmannasjóður ÍBH veitti þeim afreksstyrk til að taka þátt í verkefninu að upphæð kr. 150.000 hvoru. Íþróttabandalag Hafnarfjarðar óskar þeim til hamingju með árangurinn og vonar að ferðin hafi verið hvatning til að gera enn betur í framtíðinni.

SÝNUM KARAKTER – RÁÐSTEFNA

Frábært verkfæri fyrir þjálfara og foreldra! Hvað: Sýnum karakter – Ráðstefna / samstarfsverkefni ÍSÍ og UMFÍ Hvar: Háskólinn í Reykjavík Hvenær: Laugardaginn 1. október á milli 10:00-12:30 Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) standa saman að ráðstefnunni Sýnum karakter í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 1. október.

Gísli og Andri fá afreksstyrki vegna EM U-18

Andri Sigmarsson Scheving handknattleiksmaður Haukum og Gísli Þorgeir Kristjánsson handknattleiksmaður FH tóku þátt í Evrópukeppni U-18 karlaliða sem fór fram dagana 10. -21. ágúst 2016 í borginni Koprivnica í Króatíu. Ísland var í riðli með Króatíu, Svíþjóð og Tékklandi. 11.

Hákon Daði og Leonharð fá afreksstyrki vegna EM U20

Hákon Daði Styrmisson og Leonharð Þ. Harðarson handknattleiksmenn Haukum tóku þátt í Evrópumeistaramóti U20 í Danmörku dagana 26. júlí – 7. ágúst 2016. Fyrsti leikur Íslands var 28. júlí við Rússland og bar Ísland sigur af þeim 32:31. 29. júlí spilaði Ísland við Slóveníu og sigraði 31:30. 31.

Berta Rut fær afreksstyrk vegna EO U18

Berta Rut Harðardóttir handknattleikskona Haukum tók þátt í Opna Evrópumótinu (European Open) sem er ígildi Evrópumeistaramóts fyrir U18 samkvæmt upplýsingum frá Handknattleikssambandi Íslands. Mótið fór fram 4. – 8. júlí 2016 í Gautaborg Svíþjóð. 4. júlí spilaði íslenska liðið við Rúmeníu og tapaði 12:16. Sama dag var leikið við Svartfjallaland og sigraði Ísland 9:15. 5. júlí spilaði Ísland við Sviss og tapaði 12:14.

Knattspyrnudeild FH fær styrk vegna EM félagsliða

Lið meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá FH tók þátt í forkeppni meistaradeildar Evrópu. Fyrri leikurinn var leikinn 13. júlí við írska liðið Dundalk á Íralandi og fór hann 1:1. Seinni leikurinn var leikinn í Kaplakrika 20. júlí og endaði hann 2:2. Dundalk komst áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Afreksmannasjóður ÍBH veitti liðinu styrk að upphæð kr. 800.000 vegna þátttöku í verkefninu.

Þórdís Eva fær afreksstyrk vegna HM U20

Þórdís Eva Steinsdóttir FH tók þátt í heimsmeistaramóti 19 ára og yngri í frjálsíþróttum dagana 19. – 24. júlí 2016. Mótið var haldið í Bydgoszcz í Póllandi og keppti hún í 400m hlaupi. 19. júlí hljóp hún riðlakeppnina og var á tímanum 56,06 sek og endaði í 35. sæti á mótinu. Afreksmannasjóður ÍBH veitti henni afreksstyrk að upphæð kr. 60.000 vegna þátttöku á mótinu. Íþróttabandalag Hafnarfjarðar óskar henni til hamingju með frammistöðuna.

Mímir fær afreksstyrk vegna EM 16 – 17 ára

Mímir Sigurðsson FH keppti í kringlukasti á Evrópumeistaramóti 16 – 17 ára í frjálsíþróttum sem var haldið 14. – 17. júlí 2016 í Tblisi í Georgíu. Mímir keppti 16. júlí og kastaði hann kringlu sem var 1,5 kg 46,32m og varð í 27. sæti á mótinu. Afreksmannasjóður ÍBH veitti Mími afreksstyrk að upphæð kr. 60.000 vegna þátttöku á mótinu. Íþróttabandalag Hafnarfjarðar óskar honum til hamingju með árangurinn. Myndin sýnir Mími í keppni.

Þórdís Eva fær afreksstyrk vegna EM 16 -17 ára

Þórdís Eva Steinsdóttir FH keppti í 400m hlaupi á Evrópumeistaramóti 16 – 17 ára í frjálsíþróttum sem fór fram dagana 14. – 17. júlí 2016 í Tblisi í Georgíu. Þórdís Eva hljóp riðlakeppnina 14. júlí á tímanum 56,01 sek, undanriðlana hljóp hún 15. júlí á tímanum 56,0 sek og úrslitahlaupið hljóp hún 16. júlí á tímanum 55,68 sek og endaði í 5. sæti á mótinu sem er stórglæsilegur árangur fyrir stúlku á yngra ári. Afreksmannasjóður ÍBH veitti henni kr.

Sóley Ósk og Sindri fá afreksstyrk vegna HM ungmenna í standard dönsum

Sindri Guðlaugsson og Sóley Ósk Hilmarsdóttir Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar fóru á heimsmeistaramót ungmenna í standard dönsum sem var haldið 9. júlí 2016 í Kitakyushu í Japan. 62 pör hófu keppni og enduðu Sindri og Sóley Ósk í 48. sæti í keppninni. Afreksmannasjóður Íþróttabandalags Hafnarfjarðar veitti þeim afreksstyrk að upphæð kr. 60.000 á einstakling í verkefnið.