Gísli fær styrk vegna EM karlalandsliða í golfi

Gísli Sveinbergsson kylfingur úr Golfklúbbnum Keili tók þátt í Evrópukeppni landsliða í 2. deild dagana 6. – 9. júlí sl. á Kikiyoka vellinum í Luxemburg. Liðið tryggði sér sæti í efstu deild á næsta ári og varð í 1. sæti á mótinu. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti Gísla til þátttöku á mótinu um kr. 150.000. Myndin sýnir Gísla Sveinbergsson kylfing.

Keiliskonur fá styrki vegna EM kvennalandsliða í golfi

Anna Sólveig Snorradóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Signý Arnórsdóttir allar úr Golfklúbbnum Keili tóku þátt í Evrópu

Sara Rós og Nicoló fá styrk vegna HM í standard dönsum

Sara Rós Jakobsdóttir og Nicoló Barbizi Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar tóku þátt í heimsmeistaramótinu í standard dönsum  fullorðinna í Aarhus í Danmörku 12. nóvember sl. Náðu þau ágætum árangri á mótinu og lentu í 39. sæti. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti þau um kr. 150.000 hvort til þátttöku í mótinu. Myndin sýnir Nicoló og Söru Rós í keppni.

Valdís Björk fær styrk vegna NM ungmenna í hestaíþróttum

Valdís Björk Guðmundsdóttir á Leistur fran Toftinge úr Hestamannafélaginu Sörla tók þátt í Norðurlandamóti í hestaíþróttum í ungmennaflokki í Biri í Noregi 8. – 14. ágúst sl. Í hestaíþróttum eru Norðurlandamót og heimsmeistaramót einu stórmótin sem keppt er í. Valdís Björk varð í 7. sæti í B úrslitum í tölti. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti hana um kr. 60.000 til að taka þátt í verkefninu. Myndin sýnir Valdísi í keppni.

Henning Darri fær styrk vegna EM U-18

Henning Darri Þórðarson kylfingur úr Golfklúbbnum Keili tók þátt í Evrópumóti piltalandsliða í golfi U-18  dagana 14. – 17. september sl. á Golf Mladá Boleslav vellinum rétt fyrir utan Prag í Tékklandi. Liðið lék í 2. deild Evrópumótsins og var skipað sex kylfingum. Henning Darri lék best allra í íslenskra liðinu á 75 höggum sem var þremur höggum yfir pari fyrri daginn. Íslenska liðið endaði í 3. sæti á mótinu.

Karlasveit Keilis fær styrk á EM golfklúbba í Portúgal

Golfklúbburinn Keilir sendi karlasveit á Evrópumót golfklúbba sem var haldið í Portúgal 2. nóvember sl. Keilir ávann sér þátttökurétt á mótinu eftir að hafa orðið Íslandsmeistarar golfklúbba sl. sumar. Liðið skipuðu, Vikar Jónsson, Hennig Darri Þórðarson og Andri Páll Ásgeirssson. Liðsstjóri var Axel Bóasson. Sveitin endaði í 8. sæti á mótinu, tveimur höggum yfir pari, en 25 golfklúbbar úr Evrópu tóku þátt í mótinu. Sigurliðið lék fimmtán höggum undir pari.

Haukakonur fá styrk vegna EM félagsliða

Meistaraflokkur kvenna hjá handknattleiksdeild Hauka keppti í þriðju umferð Áskorendabikarsins í handknattleik 19. nóvember sl. við Jomi Salerno frá Ítalíu. Haukar unnu fyrri leikinn 23:19. Síðari leikur liðanna var leikinn daginn eftir og endaði hann einnig með sigri Hauka 27:22. Báðir leikirnir fóru fram í Salerno á Ítalíu. Afreksmannasjóður ÍBH styrki handknattleiksdeild Hauka um kr. 800.000 vegna þátttöku í verkefninu.

Hafnarfjarðarbær heiðrar íþróttafólk – Axel og Hrafnhildur best

Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar fór fram í dag með athöfn í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Einstaklingar sem urðu Íslandsmeistarar fengu viðurkenningar. Hópar, pör og einstaklingar sem urðu bikarmeistarar fengu einnig viðurkenningar. Íþróttamenn sem unnu stór afrek á árinu voru heiðraðir. Tilkynnt var um íþróttalið Hafnarfjarðar. Veittir voru afreksstyrkir til hópa í efsta flokki sem urðu Íslandsmeistarar og bikarmeistarar.

Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðar 2016

Fer fram miðvikudaginn 28. desember í Íþróttahúsinu við Strandgötu og hefst kl. 18.00.

Dagskrá:
Hátíðin sett kl. 18.00.

Íslandsmeistarar fá verðlaunapeninga afhenda, verða kallaðir upp eftir félögum.

Bikarmeistarar fá viðurkenningarplatta, fyrirliðar kallaðir upp.

Viðurkenningar vegna Norðurlandameistaratitla og annara stór afreka 2016. Íþróttamenn kallaðir upp.

Afhending ÍSÍ bikars. Fulltrúi félags kemur upp.

Meistaraflokkur karla í handknattleik hjá Haukum fær afreksstyrk vegna EM félagsliða

Lið Knattspyrnufélagsins Hauka í handknattleik karla tók þátt í 1. umferð Evrópukeppni félagsliða helgina 3. og 4. september sl. á móti gríska liðinu A.C. Diomidis Argous, báðir leikirnir fóru fram í Grikklandi. Fyrri leikurinn endaði 26:33 með sigri Hauka og seinni leikurinn fór 33:26 fyrir Haukum. Haukar dróust síðan á móti sænska liðnu Alingsas H.K. í 2. umferðinni. Leikið var á Ásvöllum 8. október sl. og endaði leikurinn með jafntefli 24 mörk gegn 24.