Bætt við Fös, 01/27/2017 - 14:20
Nicoló Barbizi og Sara Rós Jakobsdóttir bæði úr Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar tóku þátt í heimsmeistaramótinu í 10 dönsum í Vín í Austurríki 19. nóvember sl. Sara Rós og Nicoló urðu í 19. sæti á mótinu. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti þau til þátttöku í verkefninu um kr. 150.000 hvort. Myndin sýnir Nicoló og Söru Rós í keppni.
Bætt við Fös, 01/27/2017 - 13:59
Finnur Bessi Svavarsson á Kristal frá Búlandi og Eyjólfur Þorsteinsson á Hlekki frá Þingsnesi báðir úr Hestamannafélaginu Sörla kepptu á Norðurlandamótinu í hestaíþróttum í Biri í Noregi 8. – 14. ágúst sl. Finnur Bessi sigraði A flokkinn í gæðingakeppinni. Eyjólfur varð í 9.
Bætt við Fös, 01/27/2017 - 11:53
Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Signý Arnórsdóttir báðar úr Golfklúbbnum Keili kepptu á heimsmeistaramóti áhugakylfinga í Mexíkó dagana 14. – 17. september sl. Íslenska liðið endaði í 43. – 44. sæti á mótinu. Guðrún Brá náði bestum árangri í íslenska liðinu en hún lék samtals á 300 höggum + 12 og endaði í 48.
Bætt við Fös, 01/27/2017 - 11:31
Rúnar Arnórsson og Gísli Sveinbergsson báðir úr Golfklúbbnum Keili tóku þátt í Evrópumóti einstaklinga í Eistlandi 3. – 6. ágúst sl. Rúnar endaði í 44.
Bætt við Fim, 01/26/2017 - 13:56
Gísli Sveinbergsson kylfingur úr Golfklúbbnum Keili tók þátt í Evrópukeppni landsliða í 2. deild dagana 6. – 9. júlí sl. á Kikiyoka vellinum í Luxemburg. Liðið tryggði sér sæti í efstu deild á næsta ári og varð í 1. sæti á mótinu. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti Gísla til þátttöku á mótinu um kr. 150.000. Myndin sýnir Gísla Sveinbergsson kylfing.
Bætt við Fim, 01/26/2017 - 10:52
Bætt við Fim, 01/26/2017 - 10:10
Sara Rós Jakobsdóttir og Nicoló Barbizi Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar tóku þátt í heimsmeistaramótinu í standard dönsum fullorðinna í Aarhus í Danmörku 12. nóvember sl. Náðu þau ágætum árangri á mótinu og lentu í 39. sæti. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti þau um kr. 150.000 hvort til þátttöku í mótinu. Myndin sýnir Nicoló og Söru Rós í keppni.
Bætt við Mið, 01/25/2017 - 11:57
Valdís Björk Guðmundsdóttir á Leistur fran Toftinge úr Hestamannafélaginu Sörla tók þátt í Norðurlandamóti í hestaíþróttum í ungmennaflokki í Biri í Noregi 8. – 14. ágúst sl. Í hestaíþróttum eru Norðurlandamót og heimsmeistaramót einu stórmótin sem keppt er í. Valdís Björk varð í 7. sæti í B úrslitum í tölti. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti hana um kr. 60.000 til að taka þátt í verkefninu. Myndin sýnir Valdísi í keppni.
Bætt við Þri, 01/24/2017 - 15:59
Henning Darri Þórðarson kylfingur úr Golfklúbbnum Keili tók þátt í Evrópumóti piltalandsliða í golfi U-18 dagana 14. – 17. september sl. á Golf Mladá Boleslav vellinum rétt fyrir utan Prag í Tékklandi. Liðið lék í 2. deild Evrópumótsins og var skipað sex kylfingum. Henning Darri lék best allra í íslenskra liðinu á 75 höggum sem var þremur höggum yfir pari fyrri daginn. Íslenska liðið endaði í 3. sæti á mótinu.
Bætt við Mán, 01/23/2017 - 14:16
Golfklúbburinn Keilir sendi karlasveit á Evrópumót golfklúbba sem var haldið í Portúgal 2. nóvember sl. Keilir ávann sér þátttökurétt á mótinu eftir að hafa orðið Íslandsmeistarar golfklúbba sl. sumar. Liðið skipuðu, Vikar Jónsson, Hennig Darri Þórðarson og Andri Páll Ásgeirssson. Liðsstjóri var Axel Bóasson. Sveitin endaði í 8. sæti á mótinu, tveimur höggum yfir pari, en 25 golfklúbbar úr Evrópu tóku þátt í mótinu. Sigurliðið lék fimmtán höggum undir pari.