Vígsla á nýrri lyftu í Ásvallalaug

Þriðjudaginn 21. febrúar sl. var ný lyfta vígð við keppnislaug Ásvallalaugar sem er ætluð fötluðum og öðrum sem geta ekki notað stiga, hoppað eða stungið sér í laugina. Sérstakur hjólastóll fylgir lyftunni sem gengur fyrir batteríum. Athöfn var haldin við vígsluna þar sem bæjarstjórinn í Hafnarfirði Haraldur Líndal Haraldsson flutti ávarp, ásamt fleiri aðilum. Njörður fastagestur Ásvallalaugar vígði síðan lyftuna formlega fyrir hönd væntanlegra notenda.

Úrslitin úr Þorramóti Fjarðar í Boccia

Hið árlega Þorramót Íþróttafélagsins Fjarðar í Boccia fór fram laugardaginn 18. febrúar sl. í íþróttahúsinu í Víðistaðaskóla. 

 

 

Lið stjórnar ÍBH varð í 1. sæti, hér má sjá það í hvítum bolum frá vinstri Karl Georg Klein, Ingvar Kristinsson og Þórarinn Sófusson ásamt dómurum.

 

 

Handknattleikskonur í Haukum fá styrk vegna EM félagsliða

Meistaraflokkur kvenna í handknattleik hjá Knattspyrnufélaginu Haukum tók þátt í Áskorendakeppni Evrópu. Haukar kepptu við hollenska liðið Virto / Quintus dagana 4. og 5. febrúar sl. Báðir leikirnir fóru fram á Ásvöllum. Hollenska liðið vann fyrri leikinn með þriggja marka mun, 29:26. Haukar unnu seinni leikinn með tveggja marka mun 24:22. Sigur Hauka í seinni leiknum dugði því miður ekki til þess að komast áfram í keppninni.

Breytingar á reglugerð Afreksmannasjóðs ÍBH frá 1. janúar 2017

Stjórn Afreksmannasjóðs ÍBH samþykkti á fundi 26. janúar sl. að hækka ferðastyrki frá 1. janúar 2017. Ferð einstaklinga með félagsliði hækkar úr kr. 20.000 í kr. 25.000. Ferð einstaklinga með landsliði hækkar úr kr. 25.000 í kr. 30.000. Fararstjórastyrkur hækkar úr kr. 70.000 í kr. 80.000. Reglugerðina má sjá hér.

Ánægja í íþróttum 2016

Ánægja í íþróttum 2016 er könnun meðal ungmenna í 8. - 10. bekk sem stunda íþróttir innan Ungmennafélags Íslands og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Könnun var gerð í febrúar 2016 á landsvísu. Skýrslu fyrir íþróttahéraðið Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) má sjá hér.

HM í 25m laug í sundi í Kanada

Hrafnhildur Lúthersdóttir, Aron Örn Stefánsson og Viktor Máni Vilbergsson öll úr Sundfélagi Hafnarfjarðar kepptu á heimsmeistaramótinu í sundi í 25m laug í Windsor í Kanada 6. – 11.

HM í 10 dönsum Nicoló og Sara Rós í Austurríki

Nicoló Barbizi og Sara Rós Jakobsdóttir bæði úr Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar tóku þátt í heimsmeistaramótinu í 10 dönsum í Vín í Austurríki 19. nóvember sl. Sara Rós og Nicoló urðu í 19. sæti á mótinu. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti þau til þátttöku í verkefninu um kr. 150.000 hvort. Myndin sýnir Nicoló og Söru Rós í keppni.

Finnur Bessi og Eyjólfur fá styrk vegna NM í hestaíþróttum

Finnur Bessi Svavarsson á Kristal frá Búlandi og Eyjólfur Þorsteinsson á Hlekki frá Þingsnesi báðir úr Hestamannafélaginu Sörla kepptu á Norðurlandamótinu í hestaíþróttum í Biri í Noregi 8. – 14. ágúst sl. Finnur Bessi sigraði A flokkinn í gæðingakeppinni. Eyjólfur varð í 9.

HM kvenna í golfi Guðrún Brá og Signý í Mexíkó

Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Signý Arnórsdóttir báðar úr Golfklúbbnum Keili kepptu á heimsmeistaramóti áhugakylfinga í Mexíkó dagana 14. – 17. september sl. Íslenska liðið endaði í 43. – 44. sæti á mótinu. Guðrún Brá náði bestum árangri í íslenska liðinu en hún lék samtals á 300 höggum + 12 og endaði í 48.

Rúnar og Gísli fá styrk vegna EM einstaklinga í golfi

Rúnar Arnórsson og Gísli Sveinbergsson báðir úr Golfklúbbnum Keili tóku þátt í Evrópumóti einstaklinga í Eistlandi 3. – 6. ágúst sl. Rúnar endaði í 44.