Haukakonur fá styrk vegna EM félagsliða

Meistaraflokkur kvenna hjá handknattleiksdeild Hauka keppti í þriðju umferð Áskorendabikarsins í handknattleik 19. nóvember sl. við Jomi Salerno frá Ítalíu. Haukar unnu fyrri leikinn 23:19. Síðari leikur liðanna var leikinn daginn eftir og endaði hann einnig með sigri Hauka 27:22. Báðir leikirnir fóru fram í Salerno á Ítalíu. Afreksmannasjóður ÍBH styrki handknattleiksdeild Hauka um kr. 800.000 vegna þátttöku í verkefninu.

Hafnarfjarðarbær heiðrar íþróttafólk – Axel og Hrafnhildur best

Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar fór fram í dag með athöfn í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Einstaklingar sem urðu Íslandsmeistarar fengu viðurkenningar. Hópar, pör og einstaklingar sem urðu bikarmeistarar fengu einnig viðurkenningar. Íþróttamenn sem unnu stór afrek á árinu voru heiðraðir. Tilkynnt var um íþróttalið Hafnarfjarðar. Veittir voru afreksstyrkir til hópa í efsta flokki sem urðu Íslandsmeistarar og bikarmeistarar.

Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðar 2016

Fer fram miðvikudaginn 28. desember í Íþróttahúsinu við Strandgötu og hefst kl. 18.00.

Dagskrá:
Hátíðin sett kl. 18.00.

Íslandsmeistarar fá verðlaunapeninga afhenda, verða kallaðir upp eftir félögum.

Bikarmeistarar fá viðurkenningarplatta, fyrirliðar kallaðir upp.

Viðurkenningar vegna Norðurlandameistaratitla og annara stór afreka 2016. Íþróttamenn kallaðir upp.

Afhending ÍSÍ bikars. Fulltrúi félags kemur upp.

Meistaraflokkur karla í handknattleik hjá Haukum fær afreksstyrk vegna EM félagsliða

Lið Knattspyrnufélagsins Hauka í handknattleik karla tók þátt í 1. umferð Evrópukeppni félagsliða helgina 3. og 4. september sl. á móti gríska liðinu A.C. Diomidis Argous, báðir leikirnir fóru fram í Grikklandi. Fyrri leikurinn endaði 26:33 með sigri Hauka og seinni leikurinn fór 33:26 fyrir Haukum. Haukar dróust síðan á móti sænska liðnu Alingsas H.K. í 2. umferðinni. Leikið var á Ásvöllum 8. október sl. og endaði leikurinn með jafntefli 24 mörk gegn 24.

Nýjar reglur um niðurgreiðslur tóku gildi 1. nóv. sl.

Nýjar reglur um niðurgreiðslur / frístundastyrk í íþrótta- og tómstundastarf hjá Hafnarfjarðarbæ tóku gildi 1. nóvember sl. Helstu breytingar eru þær að verið er að hækka aldurinn um eitt ár með því að bæta við sautjánda árinu. Reglurnar gilda fyrir aldurinn 6-17 ára og er niðurgreiðslan kr. 3000 á mánuði fyrir hvert barn. Hægt verður að skipta niðurgreiðslunni niður á fleiri en eina grein í kerfinu við innskráningu. Unnið er að breytingu kerfisins.

Formannafundur ÍBH á Sörlastöðum

Formannafundur Íþróttabandalags Hafnarfjarðar var haldinn laugardaginn 12. nóvember sl. í félagsheimili Hestamannafélagsins Sörla á Sörlastöðum. Fulltrúar frá 17 félögum af 19 innan ÍBH mættu á fundinn. Formaður ÍBH Hrafnkell Marinósson bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Framkvæmdastjóri ÍBH Elísabet Ólafsdóttir fór yfir drög að skýrslu stjórnar ÍBH 2015 og 2016. Fulltrúar frá aðildarfélögunum greindu frá stöðunni í sínu félagi.

Heimsókn forseta ÍSÍ til ÍBH

Forseti ÍSÍ og föruneyti heimsóttu Íþróttabandalag Hafnarfjarðar þriðjudaginn 1. nóvember sl. sjá nánar í frétt af heimasíðu ÍSÍ hér

Nikita og Hanna Rún fá afreksstyrk vegna HM í latín dönsum

Hanna Rún Óladóttir og Nikita Bazev kepptu á heimsmeistaramótinu í latín dönsum fullorðinna í Chengdu í Kína 24. september sl. Enduð þau í 25. – 27. sæti á mótinu. Afreksmannasjóður ÍBH veitti þeim afreksstyrk til að taka þátt í verkefninu að upphæð kr. 150.000 hvoru. Íþróttabandalag Hafnarfjarðar óskar þeim til hamingju með árangurinn og vonar að ferðin hafi verið hvatning til að gera enn betur í framtíðinni.

SÝNUM KARAKTER – RÁÐSTEFNA

Frábært verkfæri fyrir þjálfara og foreldra! Hvað: Sýnum karakter – Ráðstefna / samstarfsverkefni ÍSÍ og UMFÍ Hvar: Háskólinn í Reykjavík Hvenær: Laugardaginn 1. október á milli 10:00-12:30 Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) standa saman að ráðstefnunni Sýnum karakter í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 1. október.

Gísli og Andri fá afreksstyrki vegna EM U-18

Andri Sigmarsson Scheving handknattleiksmaður Haukum og Gísli Þorgeir Kristjánsson handknattleiksmaður FH tóku þátt í Evrópukeppni U-18 karlaliða sem fór fram dagana 10. -21. ágúst 2016 í borginni Koprivnica í Króatíu. Ísland var í riðli með Króatíu, Svíþjóð og Tékklandi. 11.