Nýjar reglur um niðurgreiðslur tóku gildi 1. nóv. sl.

Nýjar reglur um niðurgreiðslur / frístundastyrk í íþrótta- og tómstundastarf hjá Hafnarfjarðarbæ tóku gildi 1. nóvember sl. Helstu breytingar eru þær að verið er að hækka aldurinn um eitt ár með því að bæta við sautjánda árinu. Reglurnar gilda fyrir aldurinn 6-17 ára og er niðurgreiðslan kr. 3000 á mánuði fyrir hvert barn. Hægt verður að skipta niðurgreiðslunni niður á fleiri en eina grein í kerfinu við innskráningu. Unnið er að breytingu kerfisins.

Formannafundur ÍBH á Sörlastöðum

Formannafundur Íþróttabandalags Hafnarfjarðar var haldinn laugardaginn 12. nóvember sl. í félagsheimili Hestamannafélagsins Sörla á Sörlastöðum. Fulltrúar frá 17 félögum af 19 innan ÍBH mættu á fundinn. Formaður ÍBH Hrafnkell Marinósson bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Framkvæmdastjóri ÍBH Elísabet Ólafsdóttir fór yfir drög að skýrslu stjórnar ÍBH 2015 og 2016. Fulltrúar frá aðildarfélögunum greindu frá stöðunni í sínu félagi.

Heimsókn forseta ÍSÍ til ÍBH

Forseti ÍSÍ og föruneyti heimsóttu Íþróttabandalag Hafnarfjarðar þriðjudaginn 1. nóvember sl. sjá nánar í frétt af heimasíðu ÍSÍ hér

Nikita og Hanna Rún fá afreksstyrk vegna HM í latín dönsum

Hanna Rún Óladóttir og Nikita Bazev kepptu á heimsmeistaramótinu í latín dönsum fullorðinna í Chengdu í Kína 24. september sl. Enduð þau í 25. – 27. sæti á mótinu. Afreksmannasjóður ÍBH veitti þeim afreksstyrk til að taka þátt í verkefninu að upphæð kr. 150.000 hvoru. Íþróttabandalag Hafnarfjarðar óskar þeim til hamingju með árangurinn og vonar að ferðin hafi verið hvatning til að gera enn betur í framtíðinni.

SÝNUM KARAKTER – RÁÐSTEFNA

Frábært verkfæri fyrir þjálfara og foreldra! Hvað: Sýnum karakter – Ráðstefna / samstarfsverkefni ÍSÍ og UMFÍ Hvar: Háskólinn í Reykjavík Hvenær: Laugardaginn 1. október á milli 10:00-12:30 Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) standa saman að ráðstefnunni Sýnum karakter í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 1. október.

Gísli og Andri fá afreksstyrki vegna EM U-18

Andri Sigmarsson Scheving handknattleiksmaður Haukum og Gísli Þorgeir Kristjánsson handknattleiksmaður FH tóku þátt í Evrópukeppni U-18 karlaliða sem fór fram dagana 10. -21. ágúst 2016 í borginni Koprivnica í Króatíu. Ísland var í riðli með Króatíu, Svíþjóð og Tékklandi. 11.

Hákon Daði og Leonharð fá afreksstyrki vegna EM U20

Hákon Daði Styrmisson og Leonharð Þ. Harðarson handknattleiksmenn Haukum tóku þátt í Evrópumeistaramóti U20 í Danmörku dagana 26. júlí – 7. ágúst 2016. Fyrsti leikur Íslands var 28. júlí við Rússland og bar Ísland sigur af þeim 32:31. 29. júlí spilaði Ísland við Slóveníu og sigraði 31:30. 31.

Berta Rut fær afreksstyrk vegna EO U18

Berta Rut Harðardóttir handknattleikskona Haukum tók þátt í Opna Evrópumótinu (European Open) sem er ígildi Evrópumeistaramóts fyrir U18 samkvæmt upplýsingum frá Handknattleikssambandi Íslands. Mótið fór fram 4. – 8. júlí 2016 í Gautaborg Svíþjóð. 4. júlí spilaði íslenska liðið við Rúmeníu og tapaði 12:16. Sama dag var leikið við Svartfjallaland og sigraði Ísland 9:15. 5. júlí spilaði Ísland við Sviss og tapaði 12:14.

Knattspyrnudeild FH fær styrk vegna EM félagsliða

Lið meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá FH tók þátt í forkeppni meistaradeildar Evrópu. Fyrri leikurinn var leikinn 13. júlí við írska liðið Dundalk á Íralandi og fór hann 1:1. Seinni leikurinn var leikinn í Kaplakrika 20. júlí og endaði hann 2:2. Dundalk komst áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Afreksmannasjóður ÍBH veitti liðinu styrk að upphæð kr. 800.000 vegna þátttöku í verkefninu.

Þórdís Eva fær afreksstyrk vegna HM U20

Þórdís Eva Steinsdóttir FH tók þátt í heimsmeistaramóti 19 ára og yngri í frjálsíþróttum dagana 19. – 24. júlí 2016. Mótið var haldið í Bydgoszcz í Póllandi og keppti hún í 400m hlaupi. 19. júlí hljóp hún riðlakeppnina og var á tímanum 56,06 sek og endaði í 35. sæti á mótinu. Afreksmannasjóður ÍBH veitti henni afreksstyrk að upphæð kr. 60.000 vegna þátttöku á mótinu. Íþróttabandalag Hafnarfjarðar óskar henni til hamingju með frammistöðuna.