Bætt við Þri, 06/07/2016 - 15:15
Þriðjudaginn 7. júní veittu fulltrúar 10 hafnfirskra íþróttafélaga íþróttastyrkjum fyrir 16 ára og yngri móttöku frá Rio Tinto Alcan og Hafnarfjarðarbæ við athöfn í Straumsvík.
Eftirtalin íþróttafélög hlutu styrk:
Bætt við Mán, 05/30/2016 - 16:49
Hrafnhildur Lúthersdóttir sundkona úr Sundfélagi Hafnarfjarðar tók þátt á Evrópumótinu í 50 metra laug í London sem fór fram dagana 16. – 22. maí 2016. Árangur Hrafnhildar á mótinu var glæsilegur og vann hún til þrennra verðlauna. Hrafnhildur byrjaði á að vinna silfurverðlaun í 100m bringusund á tímanum 1:06,45 mín sem er nýtt Íslandsmet. Önnur verðlaun Hrafnhildar voru bronsverðlaun í 200m bringusundi á tímanum 2:22,96 mín og nýju Íslandsmeti.
Bætt við Mán, 05/30/2016 - 15:27
Þriðjudaginn 24. maí sl stóðu Íþróttabandalagið í Hafnarfirði, Sundfélag Hafnarfjarðar og Hafnarfjarðarbær fyrir móttöku í Ásvallalaug til heiðurs Hrafnhildar Lúthersdóttur sundkonu úr SH. Hrafnhildur vann til silfurverðlauna í 100m bringusundi og 50m bringusund og bronsverðlauna í 200m bringusundi á Evrópumóti í sundi í 50m laug í London. Hrafnhildur var heiðruð með gjöfum og blómum.
Bætt við Mið, 04/20/2016 - 16:15
Knattspyrnufélagið Haukar hélt upp á 85 ára afmæli sitt með glæsilegri hátíð á Ásvöllum 12. apríl sl. Formaður Hauka Samúel Guðmundsson og bæjarstjórinn í Hafnarfirði Haraldur Líndal Haraldsson byrjuðu hátíðina á því að undirrita bæði nýjan rekstrar- og þjónustusamning við félagið. Síðan tóku þeir skóflustungu að nýjum íþróttasal sem verður 36m x 44m að stærð, með tveimur fullstórum æfingavöllum fyrir körfuknattleik, með möguleika á keppnisvelli með áhorfendasvæði allt í kring.
Bætt við Mið, 04/06/2016 - 14:59
Hér fyrir neðan er textaskjal sem inniheldur drög að 70 ára sögu Íþróttabandalags Hafnarfjarðar sem Jóhann Guðni Reynisson hefur tekið saman. Íþróttabandalag Hafnarfjarðar hefur ákveðið að hafa skjalið opið í mánuð frá og með 6. apríl 2016 til og með 6. maí 2016 til ábendinga og athugasemda fyrir núverandi og fyrrverandi íþróttaforystufólk í Hafnarfirði. Vinsamlega sendið allar fyrirspurnir til Jóhanns Guðna Reynissonar á netfangið johanngr1@simnet.is.
Bætt við Mið, 04/06/2016 - 12:21
Þriðjudaginn 5. apríl sl hélt Óskar Örn Guðbrandsson verkefnisstjóri Felix og tölvumála hjá ÍSÍ námskeið um Felixkerfið, félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ fyrir aðildarfélög ÍBH í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Sjö aðilar mættu á námskeiðið frá Siglingaklúbbnum Þyt, Íþróttafélaginu Firði, Hnefaleikafélagi Hafnarfjarðar og Hjólreiðafélaginu Bjarti.
Bætt við Þri, 04/05/2016 - 10:53
Íþróttabandalag Hafnarfjarðar hefur tekið saman í hefti ársreikninga, félaga- og iðkendatal aðildarfélaga ÍBH fyrir starfsárið 2014 samkvæmt starfsskýrslum ÍSÍ 2015. Hægt er að skoða skýrsluna í heild sinni hér.
Bætt við Þri, 03/08/2016 - 14:22
Endurskoðuð reglugerð Afreksmannasjóðs ÍBH tók gildi frá og með 1. mars sl. Helstu breytingar eru þær, að það er verið að nefna upphæðir afreksstyrkja (var áður ákvörðun stjórnar í lok árs), greiða afreksstyrki út um leið og verkefnum er lokið og hækka afreksstyrki í EM félagsliða. Reglugerðina má sjá hér og undir Afreksmannasjóður eða Lög og reglugerðir á heimasíðu ÍBH.
Bætt við Mið, 02/03/2016 - 14:33
Stjórn Afreksmannasjóðs ÍBH úthlutaði 3. febrúar 2016 afreksstyrkjum til aðildarfélaga ÍBH vegna stórmóta á árinu 2015 í fullorðins, unglinga og ungmennaflokkum. Hlutverk Afreksmannasjóðs ÍBH er að vinna eftir reglugerð um sjóðinn en undir hana falla eftirtaldir liðir, ferðastyrkir, afreksstyrkir á stórmót, afreksstyrkir í Evrópukeppni félagsliða og líkamsræktarstyrkir fyrir unga og efnilega íþróttamenn.
Bætt við Þri, 12/29/2015 - 20:11
Í dag fór fram Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Einstaklingar sem urðu Íslandsmeistarar með hafnfirskum íþróttafélögum á árinu 2015 fengu afhenda viðurkenningu frá Hafnarfjarðarbæ. Í ár voru það samtals 489 einstaklingar úr 19 íþróttagreinum frá 13 íþróttafélögum af 18 innan ÍBH.