Hress styrkir unga og efnilega íþróttamenn með líkamsræktarkortum

Fimm ungir og efnilegir íþróttamenn innan aðildarfélaga ÍBH fengu afhent árskort í líkamsrækt. Kristín Pétursdóttir formaður stjórnar Afreksmannasjóðs ÍBH afhenti kortin við athöfn í Ásvallalaug mánudaginn 30. september sl.

Tímar til útleigu fyrir almenningshópa

Frá 1. september til 20. desember leigir Íþróttabandalag Hafnarfjarðar tíma fyrir almenningshópa í íþróttahúsum Víðistaðaskóla, Setbergsskóla og Hraunvallaskóla, sjá lausa tíma í vetur undir hnappnum tímar í útleigu vinstra megin á síðunni.

Góð þátttaka frá félögum ÍBH á Unglingalandsmóti UMFÍ á Sauðárkróki

17. Unglingalandsmót UMFÍ 2014 var haldið um verslunarmannahelgina á Sauðárkróki. Mótið var sett föstudaginn 1. ágúst formlega að viðstöddu fjölmenni. Keppendur voru yfir 1500 á aldrinum 11 – 18 ára. Um 10 þúsund gestir sóttu mótið um helgina. Unglingalandsliðskonur í körfuknattleik frá Tindastóli þær Bríet Lilja Sigurðardóttir og Þórdís Róbertsdóttir tendruðu landsmótseldinn. Keppt var í 17 keppnisgreinum á mótinu og hafa þær aldrei verið jafn margar. Þetta er í þriðja skiptið sem mótið er haldið á Sauðárkróki og hefur sveitarfélagið byggt upp góða aðstöðu fyrir mótahaldið.

Rio Tinto Alcan á Íslandi og Hafnarfjarðarbær afhenda styrki fyrir 16 ára og yngri iðkendur aðildarfélaga ÍBH

Rio Tinto Alcan á Íslandi hf og Hafnarfjarðarbær afhentu fulltrúum hafnfirskra íþróttafélaga styrki fyrir 16 ára og yngri iðkendur félaganna við athöfn í Straumsvík mánudaginn 2. júní sl. Samtals var úthlutað 10,8 milljónum króna sem samkvæmt ákvæðum samnings skiptast á þau 11 íþróttafélög sem sóttu um stuðning fyrir barna- og unglingastarfið í sínu félagi. Eftirtalin íþróttafélög hlutu styrk: Fimleikafélag Hafnarfjarðar (FH) samtals kr.

Vígsla frjálsíþróttahúss í Kaplakrika

Sunnudaginn 18. maí sl var nýtt frjálsíþróttahús vígt hjá Fimleikafélagi Hafnarfjarðar í Kaplakrika við hátíðlega athöfn að viðstöddu fjölmenni. Formaður bygginganefndar Gunnar Svavarsson stýrði athöfninni.