Bætt við Fim, 01/29/2015 - 14:32
Í dag úthlutaði stjórn Afreksmannasjóðs ÍBH styrkjum til aðildarfélaga ÍBH vegna stórmóta á árinu 2014. Kallað var eftir umsóknum frá félögunum vegna þátttöku í stórmótum og var umsóknarfresturinn 12. desember 2014. 25 verkefni frá 9 íþróttadeildum 8 íþróttafélaga voru metin styrkhæf. Samtals var úthlutað kr. 2.730.000 til þeirra.
Bætt við Þri, 12/30/2014 - 21:23
Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar fór fram í dag í Íþróttahúsinu við Strandgötu að viðstöddu fjölmenni. Veittar voru viðurkenningar til einstaklinga sem urðu Íslandsmeistarar með hafnfirskum íþróttafélögum á árinu 2014. Í ár voru það samtals 376 einstaklingar úr 22 íþróttagreinum frá 13 íþróttafélögum af 17 innan ÍBH.
Bætt við Fös, 12/19/2014 - 11:06
Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar verður haldinn þriðjudaginn 30. desember nk og hefst kl. 18.00 í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Veittar verða viðurkenningar til Íslandsmeistara, bikarmeistara og vegna sérstakra afreka. ÍSÍ bikarinn verður afhendur. Íþróttafélög fá viðurkenningarstyrki vegna Íslands- eða bikarmeistaratitla í efsta flokki. Íþróttastarfið 16 ára og yngri fær styrki vegna þjálfaramenntunar og námskráa. Íþróttalið Hafnarfjarðar 2014 verður krýnt og að lokum verða Íþróttakarl og Íþróttakona Hafnarfjarðar krýnd.
Bætt við Þri, 11/25/2014 - 11:02
Föstudaginn 21. nóvember gerði Íþróttabandalag Hafnarfjarðar samning við Jóhann Guðna Reynisson um ritun sögu ÍBH frá stofnun bandalagsins 28. apríl 1945 og að 70 ára afmæli þess sem verður 28. apríl 2015. Sagan verður lesin inn á myndefni í tímaröð og er áætlað að hún verði tilbúin í byrjun október 2015. Myndin sýnir Jóhann Guðna Reynisson við undirritun samningsins.
Bætt við Fös, 11/21/2014 - 15:50
Var haldinn laugardaginn 15. nóvember í félagsheimili Siglingaklúbbsins Þyts. Auk hefðbundinna fundarstarfa formannafundar ÍBH voru flutt tvö erindi á fundinum. Fyrra erindið flutti Andri Stefánsson sviðsstjóri Afreksíþróttasviðs ÍSÍ um Afreksíþróttamiðstöð Íslands og seinna erindið flutti Kjartan Freyr Ásmundsson starfsmaður ÍBR um tillögu að breyttu skipulagi íþróttamála á Íslandi.
Bætt við Mið, 10/01/2014 - 11:45
Fimm ungir og efnilegir íþróttamenn innan aðildarfélaga ÍBH fengu afhent árskort í líkamsrækt. Kristín Pétursdóttir formaður stjórnar Afreksmannasjóðs ÍBH afhenti kortin við athöfn í Ásvallalaug mánudaginn 30. september sl.
Bætt við Mið, 08/27/2014 - 09:44
Frá 1. september til 20. desember leigir Íþróttabandalag Hafnarfjarðar tíma fyrir almenningshópa í íþróttahúsum Víðistaðaskóla, Setbergsskóla og Hraunvallaskóla, sjá lausa tíma í vetur undir hnappnum tímar í útleigu vinstra megin á síðunni.
Bætt við Mán, 08/11/2014 - 15:20
17. Unglingalandsmót UMFÍ 2014 var haldið um verslunarmannahelgina á Sauðárkróki. Mótið var sett föstudaginn 1. ágúst formlega að viðstöddu fjölmenni. Keppendur voru yfir 1500 á aldrinum 11 – 18 ára. Um 10 þúsund gestir sóttu mótið um helgina. Unglingalandsliðskonur í körfuknattleik frá Tindastóli þær Bríet Lilja Sigurðardóttir og Þórdís Róbertsdóttir tendruðu landsmótseldinn. Keppt var í 17 keppnisgreinum á mótinu og hafa þær aldrei verið jafn margar. Þetta er í þriðja skiptið sem mótið er haldið á Sauðárkróki og hefur sveitarfélagið byggt upp góða aðstöðu fyrir mótahaldið.
Bætt við Fös, 06/06/2014 - 14:43
Rio Tinto Alcan á Íslandi hf og Hafnarfjarðarbær afhentu fulltrúum hafnfirskra íþróttafélaga styrki fyrir 16 ára og yngri iðkendur félaganna við athöfn í Straumsvík mánudaginn 2. júní sl. Samtals var úthlutað 10,8 milljónum króna sem samkvæmt ákvæðum samnings skiptast á þau 11 íþróttafélög sem sóttu um stuðning fyrir barna- og unglingastarfið í sínu félagi. Eftirtalin íþróttafélög hlutu styrk: Fimleikafélag Hafnarfjarðar (FH) samtals kr.
Bætt við Fös, 06/06/2014 - 14:32
Sunnudaginn 18. maí sl var nýtt frjálsíþróttahús vígt hjá Fimleikafélagi Hafnarfjarðar í Kaplakrika við hátíðlega athöfn að viðstöddu fjölmenni. Formaður bygginganefndar Gunnar Svavarsson stýrði athöfninni.