Kvartmíluklúbburinn 40 ára

Kvartmíluklúbburinn var stofnaður 6. júní 1975 í Laugarásbíó í Reykjavík. Örvar Sigurðsson var fyrsti formaður hans. Markmiðið með stofnuninni var að losna við hraðakstur af götum höfuðborgarsvæðisins og byggja upp keppnisbrautir á lokuðu og öruggu svæði utan alfara leiða. Félagið fékk úthlutað landi í Kapelluhrauni ofan Straumsvíkur og hófust framkvæmdir við brautargerðina árið 1977. Brautin var tekin í notkun árið 1979. Kvartmíla er 402 metrar.

SÍH 50 ára afmæli

Skotíþróttafélag Hafnarfjarðar var stofnað 11. október 1965 af nokkrum áhugamönnum um skotfimi. Félagið hét fyrst Skotfélag Hafnarfjarðar og hafði þann tilgang að kenna félagsmönnum meðferð skotvopna til íþróttaiðkana. Síðar var nafninu breytt í Skotíþróttafélag Hafnarfjarðar til að leggja áherslu á að félagið væri íþróttafélag en ekki veiðifélag. Iðkendur SÍH hafa eingöngu æft og keppt í ólympískum skotgreinum.

Golfklúbburinn Setberg 20 ára

Golfklúbburinn Setberg var stofnaður 27. nóvember 1994 af um fimmtíu áhugamönnum um golfíþróttina. Framkvæmdir við vallarbyggingu hófust 1993 og var Setbergsvöllur opnaður formlega 23. júní 1995. Völlurinn er á mörkum Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Í upphafi átti félagsbúið Setberg völlinn og leigði Golfklúbbnum hann. Setbergsvöllur er 9 holur, með tvöföldu teigasetti, par 72. Níu holu par 3 völlur opnaður 1997. Miklar endurbætur hafa farið fram á vellinum frá því hann var opnaður.

Árskort í líkamsrækt fyrir unga og efnilega íþróttamenn frá Hress

Magnús Gauti Úlfarsson ungur og efnilegur íþróttamaður borðtennisdeildar Badmintonfélags Hafnarfjarðar fékk afhent árskort í líkamsrækt frá Líkamsræktarstöðinni Hress. Elísabet Ólafsdóttir framkvæmdastjóri ÍBH afhenti kortið f.h. stjórnar Afreksmannasjóðs ÍBH í Ásvallalaug mánudaginn 28. september sl.

Íþróttavika Evrópu enn í fullum gangi

Sjá nánar á heimasíðu ÍSÍ hér

Siglingaklúbburinn Þytur 40 ára

 

Tímar til leigu fyrir almenningshópa

Í vetur leigir ÍBH út tíma í íþróttasölum til almenningshópa eins og undanfarin ár. Nánari upplýsingar um lausa tíma er að finna vinstra megin á heimasíðunni undir tímar í útleigu. Skjalið er uppfært um leið og einhver breyting verður á.

Jafnréttishvataverðlaun afhent í fyrsta skipti með íþróttastyrkjum fyrir 16 ára og yngri

Í dag tóku fulltrúar hafnfirskra íþróttafélaga á móti styrkjum frá Rio Tinto Alcan á Íslandi hf og Hafnarfjarðarbæ fyrir 16 ára og yngri iðkendur félaganna við athöfn í Straumsvík. Úthlutað var samtals 10,8 milljónum króna sem samkvæmt ákvæðum samnings skiptast á þau 11 íþróttafélög sem sóttu um stuðning fyrir barna- og unglingastarfið í sínu félagi. Eftirtalin íþróttafélög hlutu styrk: Knattspyrnufélagið Haukar samtals kr. 2.592.385, Fimleikafélag Hafnarfjarðar (FH) samtals kr.

Árangur keppenda aðildarfélaga ÍBH á Smáþjóðaleikunum 2015

Sextándu Smáþjóðaleikarnir  fóru fram frá 1. – 6. júní sl og voru haldnir að mestu leyti í Laugardalnum í Reykjavík. Íslenskir keppendur voru 168 og þjálfarar / fylgdarlið 64.

Íslendingar urðu efstir á verðlaunatöflunni eftir keppni á Smáþjóðaleikunum 2015. Ísland tryggði sér 115 verðlaun, þar af 38 gull, 46 silfur og 31 brons.

Keppendur aðildarfélaga ÍBH á Smáþjóðaleikunum 2015

16. Smáþjóðaleikarnir eru haldnir í Reykjavík dagana 1. – 6. júní og eru þeir haldnir í annað sinn á Íslandi í 30 ára sögu leikanna. Keppnisgreinar eru skotíþróttir, sund, golf, borðtennis, tennis, blak, frjálsar íþróttir, fimleikar, júdó, körfuknattleikur og strandblak. Keppendur eru um 706, en með þjálfurum og fylgdarlið eru þetta 1200 manns. Setningarathöfn leikanna fór fram í gær mánudag í Laugardalshöll og var stýrt af Þóru Arnórsdóttur fréttakonu með glæsibrag.